Skip to main content
Category

Fréttir

Aðalfundur 2021 – Framhald

By Fréttir

Aðalfundur Hraunbúa fór fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 25. febrúar síðastliðin. Litlar mannabreytingar urðu í stjórn þetta árið.

Bjarni Freyr Þórðarson gaf aftur kost á sér í stöðu félagsforingja til tveggja ára, Harpa Kolbeinsdóttir gaf aftur kost á sér í stöði ritara til tveggja ára og Eyþór Orri Óskarsson gaf aftur kost á sér í stöðu meðstjórnanda til tveggja ára.

Kalla þurfti inn varamann á árinu og var því laus staða meðstjórnanda til eins árs, Guðvarður Björgvin Fannberg Ólafsson gaf kost á sér og var sjálfkjörin

Heiðursmerki

Tvö heiðurðsmerki voru afhent á fundinum.

-Bjarni Freyr Þórðarson – Silfurmerki
-Kári Aðalsteinsson – Silfurmerki

Ársskýrsluna og fundargerð má finna hér fyrir neðan

Ársskýrsla
Fundargerð

Aðalfundur 2021

By Fréttir

Aðalfundarboð

Aðalfundur Hraunbúa 2021 fer fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 25. febrúar 2021 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins. 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

 1. a)      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. b)      Skýrsla stjórnar.
 3. c)      Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
 4. d)      Umræður um framlagðar skýrslur.
 5. e)      Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
 6. f)       Lagabreytingar.
 7. g)      Kynning frambjóðenda.
 8. h)      Kosning stjórnar.
 9. i)       Kosning tveggja varamanna stjórnar
 10. j)       Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
 11. k)      Kosning þriggja manna í laganefnd.
 12. l)       Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
 13. m)     Kosning skálanefndar.
 14. n)      Önnur mál.

Ekki verður boðið upp á veitingar í þetta skipti og eru gestir hvattir til að huga að eigin sóttvörnum, spritt verður á staðnum.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa: 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is
Guðni Gíslason, s. 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is
Kristján Ingi Þórðarson, s. 695 4250 kristjan@hraunbuar.is

Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur.

Vetrarstarf 2020-2021

By Fréttir

Drekaskátar fyrir börn fædd 2011 og 2012

Fundir: fimmtudögum kl: 17 – 18

Fyrsti fyndur: 3. september (frítt að prófa í september)

Sveitaforingjar: Brynhildur, Thelma og Laufey

Frekari upplýsingar: brynhildur@hraunbuar.is

STARF DREKASKÁTA

Skátarnir fást við margvísleg viðfangsefni á drekaskátaaldri. Þá einbeita
skátarnir sér að mestu leyti að leikjum og skemmtilegum verkefnum
sem styrkja ýmsa dýrmæta eiginleika svo sem traust, þolinmæði,
samvinnu, samkennd og sjálfsbjargarviðleitni. Á þessum yngstu árum í
skátastarfi öðlast skátarnir grunn í allskyns færni sem þau skerpa enn
fremur á efri aldursbilum. Þrátt fyrir ungan aldur eru skyndihjálp,
útieldun, rötun, náttúruvitund og útivera í ýmsum aðstæðum á meðal
þess sem drekaskátar fá að reyna.

VIKULEGIR HITTINGAR DREKASKÁTA

Yfir starfsárið hittast drekaskátar vikulega á fimmtudögum kl: 17 í
skátaheimilinu. Dagskráin er fjölbreytt yfir árið en tekur iðulega mið af
áhuga og getu hópsins ásamt árstíð hverju sinni. Á þessum vikulegu
fundum kynnast skátarnir sífellt betur og öðlast smám saman færni til
að takast á við stærri áskoranir.

VIÐBURÐIR

Drekaskátar fara gjarnan í styttri ferðir og útilegur með sínu skátafélagi
en taka síðan þátt í hluta af lengri ferðum með eldri skátum félagsins
s.s. félagsútilegum og skátamótum þar sem þau upplifa hvað bíður
þeirra á efri aldursbilum skátastarfs. Á vegum Bandalags íslenskra
skáta, landssamtaka skátafélaganna, eru árlega haldnir tveir viðburðir
fyrir drekaskáta. Drekaskátadagurinn er í mars og er dagsviðburður þar
sem drekaskátar af öllu landinu koma saman og spreyta sig á ýmsum
fjörugum áskorunum. Á hverju ári tekur eitt skátafélag viðburðinn að
sér og býður öllum drekaskátum landsins og því fer viðburðurinn fram á
ólíkum stað hverju sinni. Drekaskátamót er síðan haldið í júní á hverju
ári. Mótið er vanalega haldið á Úlfljótsvatni þar sem drekaskátar af öllu
landinu koma saman, reisa tjaldbúð, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og
gista eina nótt í tjaldi.

Fálkaskátar fyrir börn fædd 2008, 2009 og 2010

Fundir: mánudagar kl: 17 – 18:30

Fyrsti fyndur: 31. ágúst (frítt að prófa í september)

Sveitarforingjar: Thelma Karen og Daníel

Nánari upplýsingar: thelma-karen@hotmail.com,
daniel@hraunbuar.is

STARF FÁLKASKÁTA

Ýmislegt nýtt býðst skátum þegar þau komast á fálkaskátaaldur.
Fálkaskátar byrja að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í
eigin helgarferðir með jafnöldrum í sínu félagi ásamt því að geta í fyrsta
sinn tekið þátt í ýmsum landslægum viðburðum eins og
fálkaskátadeginum og Landsmóti skáta. Á þessum aldri fá skátarnir
meiru ráðið um eigin dagskrá og geta mótað dagskráráherslur eftir því
hvar þeirra eiginn áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist,
ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar
öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem styrkja
samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi.

VIKULEGIR HITTINGAR FÁLKASKÁTA

Yfir starfsárið hittast fálkaskátarnir vikulega á mánudögum kl:17 í
skátaheimilinu. Skátarnir hafa aðgengi að allskyns tilbúinni dagskrá til
að velja úr eða aðlaga eftir eigin höfði en fá einnig tækifæri til að hrinda
eigin hugmyndum í framkvæmd.

VIÐBURÐIR

Fálkaskátar fara í ýmsar ferðir. Þetta geta verið styttri dagsferðir þar
sem spennandi útivistamöguleikar í nærumhverfinu eru kannaðir og
lengri útilegur fara að skipa stærri sess í starfi fálkaskáta. Fálkaskátar
fara í félagsútilegu í október/nóvember þar sem gist er í tvær nætur í
skála. Á vorin er vormót Hraunbúa þar sem gist er tvær nætur í tjaldi.

LANDSMÓT SKÁTA

Fálkaskátar eru yngstu skátarnir sem fá að taka þátt í Landsmóti skáta
sem fer fram á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum
við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára
þar sem skátafélög af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það
má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá
mótsins því jafnan hin glæsilegasta. Næsta Landsmót verður haldið á
Hömrum árið 2021.

Dróttskátar fyrir unglinga fædda 2005, 2006 og 2007

Fundir: mánudagar kl: 19 – 20:30

Fyrsti fundur: 7. september (frítt að prófa í september)

Sveitarforingjar: Sandra, Sindri, Kristján, Harpa og Erna

Nánari upplýsingar: sandra@hraunbuar.is, kristjan@hraunbuar.is

UM STARF DRÓTTSKÁTA

Fjölmargir nýir möguleikar bjóðast skátum þegar þau komast á
dróttskátaaldur. Þau geta tekið þátt í fjölda viðburða víðsvegar um
landið sem þau gátu ekki sótt áður sökum aldurs ásamt því að fá sín
fyrstu tækifæri til að ferðast á skátamót erlendis. Dróttskátar eru í
virkara samráði við sína foringja um eigið starf og hljóta þannig aukið
frelsi til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Samhliða því vex
ábyrgð þeirra á eigin starfi og á starfinu í skátafélaginu. Margir skátar
taka sín fyrstu skref í foringjastörfum á þessum aldri og stendur því til
boða að taka þátt í ýmsum námskeiðum tengd foringjastörfum. Í
dróttskátastarfinu fá ungmenni tækifæri til að ferðast og spreyta sig á
krefjandi verkefnum í hópi jafnaldra sem að standa þétt saman í
starfinu. Þau kynnast ekki bara öðrum og ýmislegu um samskipti og
samstarf. Þau kynnast líka sjálfum sér, eigin verðugleikum og getu í
fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Yfir starfsárið hittast dróttskátarnir
vikulega á mánudögum kl: 19 í skátaheimilinu.

LANDSMÓT SKÁTA

Dróttskátar geta tekið þátt í Landsmóti skáta með sínu skátafélagi líkt
og fálkaskátar en á dróttskátaaldri er dagskráin ólík þeirri sem yngri
skátarnir taka þátt í. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á
Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót
fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátar af öllu landinu koma saman
og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til
tjaldað og er dagskrá mótsins því hin glæsilegasta. Næsta landsmót
verður haldið á Hömrum árið 2021.

Aðalfundur 2020 – Framhald

By Fréttir

Aðalfundur Hraunbúa fór fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 27. febrúar síðastliðin. Litlar mannabreytingar urðu í stjórn þetta árið.

Andri Már Reynisson gaf ekki kost á sér í stöðu aðstoðarfélagsforingja og Birna Sigurðarsóttir gaf ekki kost á sér í stöðu meðstjórnanda.

Ásrún Jóhannesdóttir bauð sig fram sem aðstoðarfélagsforingi og Alma Pálsdóttir bauð sig fram sem meðstjórnandi, við bjóðum þær velkomnar í hópinn

Heiðursmerki

Tvö heiðurðsmerki voru afhent á fundinum.

-Kristján Ingi Þórðarson – Bronsmerki
-Sindri Friðriksson – Bronsmerki

 

Ársskýrsluna og fundargerð má finna hér fyrir neðan

Ársskýrsla
Fundargerð

Aðalfundur 2020

By Fréttir

Aðalfundarboð

Aðalfundur Hraunbúa 2020 fer fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 27. febrúar 2020 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins. 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

 1. a)      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. b)      Skýrsla stjórnar.
 3. c)      Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
 4. d)      Umræður um framlagðar skýrslur.
 5. e)      Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
 6. f)       Lagabreytingar.
 7. g)      Kynning frambjóðenda.
 8. h)      Kosning stjórnar.
 9. i)       Kosning tveggja varamanna stjórnar
 10. j)       Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
 11. k)      Kosning þriggja manna í laganefnd.
 12. l)       Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
 13. m)     Kosning skálanefndar.
 14. n)      Önnur mál.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa: 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is
Guðni Gíslason, s. 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is
Þórður Ingi Bjarnason, s. 821 8757 tordur@hraunbuar.is

Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Starfsárið 2019-2020

By Fréttir

Fyrsti fundur Drekaskáta verður kl.17-18 fimmtudaginn 5. sept.

Fundartímar vetrarins verða:
Drekaskátar (3. og 4. bekkur)- fimmtudagar kl.17-18
Fálkaskátar (5.-7. bekkur – mánudagar kl.17-18:30
Dróttskátar (8.-10. bekkur) – þriðjudagar kl.20-21:30

Fyrstu fundir Fálka- og Dróttskáta verða þriðjudaginn 10. september.

Við hvetjum alla til að koma við og kynna sér starfið, það er margt spennandi framundan í vetur.

Aðalfundur 2019 – framhald

By Fréttir

Aðalfundur Hraunbúa

 

Aðalfundur Hraunbúa fór fram 18. febrúar síðastliðin í Hraunbyrgi. Þá bar helst til tíðinda breytingar á stjórn en nokkur endurnýjun var á stjórnarfólki í ár.

Einnig fékk flottur hópur Hraunbúa afhent heiðursmerki.

Hrafnhildur Ýr Hafsnteinsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér í stöðu félagsforingja aftur, Una Guðlaug Sveinsdóttir gaf ekki kost á sér í stöðu ritara aftur og Berglind Mjöll Jónsdóttir gaf ekki kost á sér í stöðu meðstjórnanda aftur.

Bjarni Freyr Þórðarson, aðst.félagsforingi, bauð sig fram í stöðu félagsforingja, Andri Már Reynisson bauð sig fram í stöðu aðst.félagsforingja í stað Bjarna til eins árs. Harpa Kolbeinsdóttir bauð sig fram í stöðu ritara. Eyþór Orri Óskarsson færir sig til í stöðu meðstjórnanda og Birna Sigurðardóttir bauð sig fram í stöðu meðstjórnanda til eins árs.

Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir og Guðmundur Sigurðsson buðu sig fram sem varamenn.

Engin mótframboð komu og voru því allir sjálfkjörnir.

 

Eftirfarandi fengu afhent heiðursmerki Hraunbúa

-Berglind Mjöll Jónsdóttir – Bronsmerki
-Guðmundur Sigurðsson – Silfurmerki
-Guðrún Stefánsdóttir – Gullmerki
-Una Guðlaug Sveinsdóttir – Gullmerki
-Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir – Emilerað merki

 

Ársskýrsluna og Fundargerð má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Fundargerð

Ársskýrsla

Aðalfundur 2019

By Fréttir

Aðalfundur Hraunbúa 2019 fer fram í Hraunbyrgi mánudaginn 18. febrúar 2019 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins.

 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

 1. a)      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. b)      Skýrsla stjórnar.
 3. c)      Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
 4. d)      Umræður um framlagðar skýrslur.
 5. e)      Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
 6. f)       Lagabreytingar.
 7. g)      Kynning frambjóðenda.
 8. h)      Kosning stjórnar.
 9. i)       Kosning tveggja varamanna stjórnar
 10. j)       Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
 11. k)      Kosning þriggja manna í laganefnd.
 12. l)       Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
 13. m)     Kosning skálanefndar.
 14. n)      Önnur mál.

 

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa:

 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is

Árný Björnsdóttir, s. 824 1763, arny@gmail.com

Þórður Ingi Bjarnason, s. 821 8757 tordur@hraunbuar.is

 

Fyrir þá sem vilja breyta lögum félagsins á einhvern hátt er bent á að hafa samband við laganefnd, en hana skipa:

Heiður Ýr Guðjónsdóttir, heidur89@hotmail.com

Jón Þór Gunnarsson, jon@hraunbuar.is

Ingólfur Már Grímsson, ingo@hraunbuar.is

 

Lagabreytingatillögur skulu vera skriflegar og berast stjórn minnst þremur vikum fyrir aðalfund, mánudaginn 28. janúar. Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 

Fundartímar veturinn 2018-2019

By Fréttir

Fundir byrja í næstu viku 10. september

 

Drekaskátar

8-9 ára krakkar

Hraunálfar (stelpur): Mánudagar kl. 17-18
Grábræður (strákar): Mánudagar kl. 17-18

 

Fálkaskátar

10-12 ára krakkar

Rauðskinnur (stelpur): Miðvikudagar kl. 18-19:30
Riddarar (strákar): Miðvikudagar kl. 18-19:30

 

Dróttskátar

13-15 ára unglingar

Ds. Castor (blönduð kyn): Miðvikudagar kl. 20-21:30

 

Rekka- og Róverskátar

16-25 ára

Rs. Asterix og Rs. Trail funda saman en eiga eftir að ákveða fundartíma.