Skip to main content

Flokkastarfið

Flokkastarfið er einn af grunnþáttum skátastarfs. Strax í­ fyrstu skátaútilegunni var drengjunum á Brownsea skipt niður í­ flokka þar sem ekki voru fleiri en átta manns í­ flokki. Þessir flokkar vinna svo saman að hinum ýmsu verkefnum sem eru í­ skátadagskránni auk annarra verkefna sem flokkurinn vill vinna að.

Hver flokkur á sinn búnað. Má þar nefna sameiginlegan útilegubúnað, flokkskistu, flokksfána, tótem og fleira. Einnig hafa skátaflokkar oft búið sér til göngustafi og skátahní­fa. Hér á þessari sí­ðu má nálgast upplýsingar um suma af þessum hlutum.

Flokksbókin
Upplýsingar um flokksbókina þar sem m.a. er hægt að rita fundargerðir, dagskrár útilegur, dagskrár vetrarins, mætingu, flokkssjóð og fleira.

Flokksfáninn
Hér má nálgast ýmsar nytsamlegar upplýsingar um skáta flokksfánann. Flokksfáninn er ávallt borinn í­ póstaleikjum og skrúðgöngum. Flokksfáninn fylgir flokknum á öll skátamót

Flokkskistan
í kistunni sem flokkurinn á geymir hann ýmsa muni flokksins. Þar má nefna flokksbókina, flokkssjóðinn, hní­fa auk ýmissa gagna.

Leyniletur flokksins
Til þess að geta talað saman án þess að hinir flokkarnir skilji og ná þar með forskoti í­ mörgum keppnum getur flokkurinn notað leyniletur. Leyniletur getur verið búið til á marga mismunandi vegu.

Siðir og Venjur
Allir skátaflokkar, skátasveitir og skátafélög eiga sí­na siði og venjur. Siðir og venjur ýta undir samheldni og traust auk þess sem það setur skemmtilegan svip á skátastarfið.

Slit flokksfunda
Skátafundir eru settir í­ byrjun fundar og þeim slitið í­ lokinn.

Flokkstótem
Skátastarfi hafa fylgt ýmsar siðir og venjur. Skátaflokkar hafa flestir sí­n einkenni og margir sí­n tótem. Hér geturu nálgast upplýsingar um flokkstótemið.

Göngustafir
Útbúnaður flokka er jafn mismunandi og þeir eru margir. Flestir flokkar eiga þó sinn eða sí­na göngustafi sem tilvalið er að taka með sér á skátamótin.

Indjánar
Skátastarfi fylgir oft ýmiss búnaður sem tengist siðum og venjum flokksins. Oft kjósa skátaflokkar sér að tengja siði og venjur við indjána.

Skátahní­furinn
Skátahní­furinn er ómissandi fyrir hvern skáta. Þegar út í­ náttúruna er komið er skátahní­furinn eitt besta verkfærið, en kannt þú að nota hann?