Fálkaskátar

Riddarar

Skátasveitin Riddarar er drengjasveit fyrir stráka á aldrinum 10 – 12 ára. Sveitin var stofnuð 24. aprí­l 1961 og er því­ elsta sveitin innan Hraunbúa. Hefðir sveitarinnar eru margar og goð sveitarinnar er Genghis Khan.  Foringjalista er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Fundirnir eru á mánudögum kl.17:00 – 18:30

ATH: Það er alltaf mæting í Hraunbyrgi nema að annað sé sérstaklega tekið fram. Þá eru foreldrar látnir vita með tölvupósti með fyrirvara ef skátarnir eiga að mæta annarsstaðar.

Fundirnir fara fram bæði innan- og utandyra, verið því alltaf klædd eftir veðri.

 

Rauðskinnur

Rauðskinnur er gömul stúlknasveit í skátafélaginu Hraunbúar. Í henni eru 10-12 ára fálkaskátastelpur. Rauðskinnur er indíánanafn svo flest tengt sveitinni tengjast indíánum á einhvern hátt. Margir indíánaflokkar eru starfandi innan Rauðskinna.

Fundirnir eru á mánudögum kl.17:00 – 18:30

Í sveitinni er starfandi sveitaráð sem heitir Mokkasíur, en sveitarráðinu tilheyra flokksforingjar, aðstoðarflokksforingjar og sveitaforingjar.

 

Kveðja frá sveitarforingjum!