Skip to main content

Veturinn 2022-2023

Fálkaskátar fyrir börn 10-12 ára, fædd 2010-2012

Fundir 1x í viku, val um mánudaga kl. 18-19:30 eða miðvikudaga kl. 18:30-20.
Fyrsti fundur 29. ágúst.

Foringjar eru Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir & Valdís Jónsdóttir

Fálkaskátar (10 – 12 ára)

 

STARF FÁLKASKÁTA

Ýmislegt nýtt býðst skátum þegar þau komast á fálkaskátaaldur.
Fálkaskátar byrja að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í eigin helgarferðir með jafnöldrum í sínu félagi ásamt því að geta í fyrsta sinn tekið þátt í ýmsum landslægum viðburðum eins og fálkaskátadeginum og Landsmóti skáta. Á þessum aldri fá skátarnir meiru ráðið um eigin dagskrá og geta mótað dagskráráherslur eftir því hvar þeirra eiginn áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist, ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi.

VIKULEGIR HITTINGAR FÁLKASKÁTA

Yfir starfsárið hittast fálkaskátarnir vikulega í skátaheimilinu.
Skátarnir hafa aðgengi að allskyns tilbúinni dagskrá til að velja úr eða aðlaga eftir eigin höfði en fá einnig tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd.

VIÐBURÐIR

Fálkaskátar fara í ýmsar ferðir. Þetta geta verið styttri dagsferðir þar sem spennandi útivistamöguleikar í nærumhverfinu eru kannaðir og lengri útilegur fara að skipa stærri sess í starfi fálkaskáta. Fálkaskátar fara í félagsútilegu í október/nóvember þar sem gist er í tvær nætur í skála. Á vorin er vormót Hraunbúa þar sem gist er tvær nætur í tjaldi.

LANDSMÓT SKÁTA

Fálkaskátar eru yngstu skátarnir sem fá að taka þátt í Landsmóti skáta sem fer fram á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátafélög af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins því jafnan hin glæsilegasta. Næsta Landsmót verður haldið á Hömrum árið 2021.