EINKENNI FÁLKASKÁTA
Klútur fálkaskáta er vínrauður og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þeir séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur fálkaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér fyrstu sjö greinar skátalaganna.
SKÁTALÖG FÁLKASKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Aldursmerki fálkaskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur fálkaskátans þar sem brons er fyrir 10 ára, silfur fyrir 11 ára og gull er fyrir 12 ára.