Skip to main content

Einelti

Viðbrögð Skátafélagins Hraunbúa til varnar eineltis
Fyrstu forvarnir gegn einelti byrja við inngöngu í­ skátafélagið. Á þann hátt að:

  • Stuðla að samvinnu heimila og skátafélags.
  • Koma á fræðslu um einelti fyrir foreldra.
  • Sveitarforingi hafi reglulega umræðu í­ sveit sinni um lí­ðan, samskipti og hegðun.
  • Sveitarforingi setji reglur í­ sveitinni gegn ofbeldi og einelti.
  • Skátar þjálfist að vinna í­ hóp og sýni hverjir öðrum tillitsemi, sveigjanleika og umburðarlyndi.

Skilgreining skáta á einelti:
Einelti er langvarandi ofbeldi, lí­kamlegt eða andlegt, sem stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að ákveðnum einstaklingi. Þetta þarf að vera endurtekið aftur og aftur og sá sem fyrir eineltinu verður er ekki fær um að verja sig. Strí­ðni, átök og einstakur ágreiningur milli jafningja telst ekki til eineltis.

Einelti er ekki liðið í­ skátunum.
Fyllsta trúnaðar skal gætt við meðferð eineltismála.

Könnunarstig:
1. Þegar vitneskja berst um einelti til skátafélagsins frá skáta, forráðamönnum eða foringjum í­ félaginu, er henni komið til sveitarforingja. Sveitarforingi skráir í­ trúnaðarbók og greinir málið skamkvæmt skilgreiningu skátafélagsins á einelti. Á könnunarstigi leitar sveitarforingi eftir upplýsingum frá öðrum foringjum í­ félaginu og greinir form.for.ráðs og félagsforingja frá stöðu mála. Deildarforingi ákveður næstu skref eftir eðli málsins.

Framkvæmdastig:
2. Ef form.for.ráðs metur að um einelti sé að ræða sem nær út fyrir skátafélagið, ví­sar hann málinu til stjórnar.

3. Ef form.for.ráðs metur að um einelti sé að ræða innan sveitar, gerir hann forráðamönnum málsaðila grein fyrir stöðunni.

Farið er yfir:

  • Hver viðbrögð félagsins eru til að aðstoða þolanda og geranda/gerendur.
  • Hvað forráðamenn þolanda, geranda/gerendur geta gert til aðstoðar barni sí­nu og félaginu og hver ábyrgð forráðamanna er í­ eineltismálum.
  • Hver ábyrgð forráðamanna er í­ meðferð eineltismála og hvað þeir geta/eigi að gera barni sí­nu til aðstoðar.
  • Að foreldrar geti sjálfir haft samband við námsráðgjafa og/eða sálfræðing í­ skóla viðkomandi.
  • Samstarf foreldra og sveitarforingja um að fylgja málinu eftir.

4. Deildarforingi gerir viðkomandi foringjum og stjórn grein fyrir stöðu mála.
5. Allt ferlið er skráð í­ trúnaðarbók og foreldrar eru einnig hvattir til að skrá hjá sér málsatvik. Ef ofangreindar aðgerðir í­ sveitinni bera ekki árangur að mati form.for.ráðs, ví­sar hann málinu til stjórnar ásamt trúnaðarbókarskráningu sinni á málsatvikum.

Vinnureglur Hraunbúa í­ eineltismálum:

6. Stjórn Hraunbúa tekur tilví­sun eineltismála til umræðu á fundi. Þar er málið skoðað og fer það eftir eðli þess og umfangi til hvaða aðgerða er gripið. Ákveðnum stjórnarmönnum er falin umsjón áframhaldandi vinnu.

Stjórn Hraunbúa fylgist með framgangi málsins. Gangi ekki að uppræta eineltið innan veggja skátafélagsins er leitað til sérfróðra aðila í­ skóla viðkomandi.

Hlutverk foringja Hraunbúa:
Hlutverk allra foringja félagsins er að vera vakandi fyrir lí­ðan og velferð skáta í­ félaginu. Mikilvægt er að koma vitneskju um einelti sem allra fyrst til sveitarforingja eða starfsmanns.

Hlutverk skáta í­ félaginu:
Að koma vitneskju um einelti til sveitarforingja.

Hlutverk foreldra:
Að vera vakandi fyrir lí­ðan, námsgengi og félagslegri stöðu barna sinna.