Skip to main content

Salurinn

Veislusalur Hraunbúa býður upp á spennandi möguleika fyrir minni sem stærri hópa. Fallegt og rólegt umhverfi býður upp á góð tækifæri.

Veislur

Hægt er að bóka salinn fyrir veislur á föstudögum-sunnudaga og á rauðum dögum.

Salurinn er leigður út með starfsmanni allan tímann. Starfsmaðurinn er á staðnum til að aðstoða,  m.a. við uppröðun, sinnir eldhúsi, hellir uppá kaffi og sér m.a. um öll þrif og uppvask, en þjónar ekki til borðs.
Gert er ráð fyrir tveim starfsmönnum ef gestafjöldi fer yfir 70 manns. Hraunbúar geta bent á annan starfsmann en leigutaki má einnig útvega aukastarfsmanninn sjálfur.
Salurinn leigist út án veitinga og er aldrei leigður út lengur en til 01:00.

Búnaður:
Í salnum er borðbúnaður fyrir 110 manns,  hljóðkerfi og þráðlausum hlóðnema og skjávarpi.

Dúkar fylgja ekki og þarf að panta þá sérstaklega (sjá verðskrá).

Salurinn er jafnan afhentur samdægurs.

Bóka þarf salinn hér á síðunni. Greiðslukort er ekki gjaldfært fyrr en starfsmaður hefur yfirfarið og staðfest bókunina.

Eftir að bókun hefur verið staðfest af starfsmanni, er 20.000 kr. staðfestingargjald gjaldfært af greiðslukortinu. Staðfestingagjaldið er óafturkræft. Ef óskað er eftir því að millifæra þarf að hafa samband við starfsmenn Hraunbyrgis.

Frekari upplýsingar fást hjá starfsmönnum Hraunbyrgis í síma 565 0900 eða netfang salur@hraunbuar.is.

Fundir og ráðstefnur

Hægt er að bóka salinn fyrir fundi og ráðstefnur á mánudögum til fimmtudaga.

Salurinn tekur um 110 manns í sæti og er tilvalinn fyrir ýmis tilefni s.s. ráðstefnur, fundi o.fl.
Salurinn er fallegur, með rúmgóðu anddyri og flottri eldhúsaðstöðu. Aðgengi er gott.
Salurinn leigist út án veitinga og er aldrei leigður út lengur en til 01:00.

Salurinn er vel tækjum búinn fyrir hvaða fund eða ráðstefnu sem er.
Gott hljóðkerfi
Skjávarpi á stórt tjald
Þráðlausir hljóðnemar
Opið wifi

Salurinn er jafnan afhentur samdægurs.

Bóka þarf salinn hér á síðunni. Greiðslukort er ekki gjaldfært fyrr en starfsmaður hefur yfirfarið og staðfest bókunina.

Eftir að bókun hefur verið staðfest af starfsmanni, er kortið gjaldfært. Ef óskað er eftir því að millifæra þarf að hafa samband við starfsmenn Hraunbyrgis.

Frekari upplýsingar fást hjá starfsmönnum Hraunbyrgis í síma 565 0900 eða netfang salur@hraunbuar.is.

Verðskrá

 • Leiga um helgar (laugardaga og sunnudaga): 80.000 kr.
 • Virka daga á undan frídegi ( rauðum degi ) sem og veislur á föstudögum: 80.000 kr.
 • Erfidrykkjur 65.000 kr.
 • Dagsleiga á virkum dögum frá mánudegi til föstudags: 50.000 kr.*
 • Fundir á virkum dögum frá mánudegi til föstudags (leiga að hámark 3 tímar) 30.000 kr.*
  * Á ekki við um veislu á föstudagskvöldi.

Tímagjald starfsmanns: 5.000 kr.

Dúkar: 20.000 kr.
Candyflossvél: 20.000 kr.
Stór poppvél: 14.000 kr.
Krapvél: 14.000 kr. m/ einni blöndu. (Aukablanda 5.000 kr.)

 

Veislur í salnum í Hraunbyrgi.

Leiguverð fyrir salinn er 80.000 kr. Innifalið í því eru þrif á salnum og aðstoð við uppsetningu. Aukalega er laun starfsmanns.

Leigutakar annast uppstillingu á borðum, stólum og borðbúnaði og ber þeim að ganga frá sal eins og að honum var komið nema um annað sé samið.

Þegar salurinn er bókaður er greitt 20.000 kr. staðfestingargjald sem dregst af heildarleiguverðinu. Staðfestingargjald er óafturkræft.

Vefslóð verður send með tölvupósti svo hægt sé að greiða eftirstöðvar af salarleigunni með korti. Ef óskað er eftir því að greiða með millifærslu þarf að hafa samband við rekstrarstjóra Hraunbúa. Nauðsynlegt er að greiða eftirstöðvar af salarleigunni eigi síður en tveimur dögum fyrir veislu.

Veislan getur ekki byrjað fyrr en búið er að ganga frá greiðslunni

Með salnum þarf alltaf að fylgja einn starfsmaður sem opnar salinn einum til fjórum klukkutímum áður en veislan hefst og sér um þrif eftir veislu, tvo til þrjá tíma.

Starfsmaður: Leigutaki greiðir laun starfsmanna og er gjaldið 5000,- krónur á klukkustund fyrir hvern starfsmann. Uppgjör fer fram á milli starfsmanns og leigutaka án milligöngu eða afskipta Hraunbúa.

Ef gestafjöldi fer yfir 70 manns þarf að vera annar starfsmaður. Hraunbúar geta bent á annan starfsmann en leigutaki má einnig útvega aukastarfsmanninn sjálfur.

Starfsmaðurinn er á staðnum til að aðstoða,  m.a. við uppröðun og skreytingar, sinnir eldhúsi, hellir uppá kaffi og sér m.a. um öll þrif og uppvask, en þjónar ekki til borðs.

Dæmi um verð í sex tíma veislu:

 • Salarleiguverð, 80.000 kr.
 • Starfsmaður 1, 4 tímar í undirbúning, 6 tímar í viðburð og 3 tímar í þrif, gerir samtals 13 tíma. 13 tímar x 5.000 kr = 65.000 kr.
 • Starfsmaður 2, 1 tími í undirbúning, 6 tímar í viðburð og 3 tímar í þrif, gerir samtals 9 tíma. 9 tímar x 5.000 kr = 45.000 kr.

 

 

Notkunarskilmálar fyrir salurinn í Hraunbyrgi

 1. Leigutaki/ábyrgðarmaður skal vera orðinn 25 ára.
 2. Leigutaki ber ábyrgð á sal og öllum búnaði sem honum fylgir á meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann af hans völdum, eða þeirra sem nota hann á leigutímanum.
 3. Leigutaka ber að tilkynna strax um allar skemmdir.
 4. Verði tjón eða þjófnaður á húsnæði, húsbúnaði eða tækjabúnaði á leigutíma greiðir leigutaki þá upphæð sem samsvarar sjálfsábyrgð búnaðarins.
 5. Ekki er leyfilegt að reykja í húsinu, en reykingasvæði er á palli sunnan við húsið. Stranglega bannað er að reykja við aðaldyrnar.
 6. Veisluhöldum skal lokið í síðasta lagi kl. 01:00. 
 7. Leigutaki ber ábyrgð á að raða stólum og borðum í upphaflegar stöður áður en hann yfirgefur húsnæðið. Stólum skal stafla í vinstri hlið salarins, borðum hægra megin.
 8. Hraunbúar áskilja sér rétt til að stöðva viðburðinn og loka salnum ef ekki er farið eftir settum reglum og ef viðburðurinn skapar meira ónæði en eðlilegt getur talist.
 9. Greiðsla staðfestingargjalds jafngildir samþykki þessa samnings.