Skip to main content

Umhverfisstefna

Virðing við umhverfinu og næsta nágreni okkar hefur ávallt verið partur af skátastarfinu. Hjá Hraunbúum er unnið markvisst að því­ að kenna skátunum að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfi okkar. Markmiðið með þessari kennslu er að skátinn

  • sé meðvitaður um hvernig hægt er að bæta lí­f sitt og komandi kynslóða með því­ að umgangast umhverfi sitt og náttúru af tillitssemi og umhyggju.
  • dragi úr hvers kyns sóun verðmæta með nýtni og því­ að endurnota og endurvinna

Til þess að ná fram þessu markmiði er nauðsynlegt að

  • Hraunbúar og foringjar þess sýni skátum fordæmi í­ gjörðum sí­num.
  • Endurvinnsla sé tekin fyrir á skemmtilegan máta í­ skátastarfinu og sé partur af dagskrá ár hvert.
  • Hraunbúar endurnoti og endurvinni.

Sem fordæmi fyrir skáta munu Hraunbúar endurvinna flöskur, dósir, pappa og mjólkurfernur, skila í­ lokuðum umbúðum spilliefnum og rafhlöðum á þar til gerða staði þar sem þeim er fargað, gefa alla óskilamuni sem ekki hafa verið vitjað innan hálfs árs til alþjóðlegs hjálparstarfs.