Skip to main content

Skátastarf á Íslandi

Væringjar voru stofnaðir 1913

Sumarið 1911 stofnaði Ingvar Ólafsson fyrsta skátaflokk sem starfað hefur hér á Íslandi. Hann hafði dvalið í Danmörku og kynnst þar starfsemi skáta og sótti þangað fyrirmyndina. Um haustið hvarf hann á ný til Danmerkur, en nokkrir af skátunum héldu áfram að hittast og stofnuðu ásamt fleiri drengjum Skátafélag Reykjaví­kur 2. nóvember 1912. Störfuðu þeir í­ einni sveit undir forystu Sigurjóns Péturssonar. Á sumardaginn fyrsta árið 1913 var sí­ðan Skátafélagið Væringjar stofnað innan vébanda KFUM og var sr. Friðrik Friðriksson aðal hvatamaður að stofnun félagsins. Starfið breiddist út um landið, en fyrst um sinn aðeins fyrir drengi. Fyrsta félagið fyrir stúlkur, Kvenskátafélag Reykjaví­kur var stofnað 7. júlí­ árið 1922 og var það innan vébanda KFUK. Var Jakobí­na Magnúsdóttir fyrsti félagsforingi þess.

Hinn 6. júlí­ 1924 héldu fulltrúar skátafélaganna Væringja og Arna í­ Reykjaví­k og skátafélagsins Birkibeina á Eyrarbakka undirbúningsfund að stofnun Bandalags Íslenskra Skáta. Var ákveðið að sækja um inngöngu í alþjóðabandalag skáta (The Boy Scouts World Wide Brotherhood Association). Var í­slenskum skátum veitt inngana 29. ágúst 1924, en fyrsti stjórnarfundur Bandalags í­slenskra skáta var haldinn 6. júní­ 1925 og var þar fyrsta stjórn þess kjörin. Hana skipuðu Axel V. Tuliní­us skátahöfðingi, Ársæll Gunnarsson og Henrik Thorarensen.

Íslenskir kvenskátar 1928

Íslenskir kvenskátar gengu í­ alþjóðasamtök kvenskáta (World Association of Girl Guides and Girl Scouts, WAGGS) árið 1928, en Kvenskátasamband Íslands var stofnað 23. mars 1939 og voru félagar þess þá 459. Árið 1944 sameinuðust sí­ðan þessi tvö landssambönd skáta. Mun það hafa verið fyrsta sameiginlega bandalag kvenskáta og drengjaskáta í­ heiminum.

Starfið breiddist hratt út og stofnuð voru félög í­ flestum kaupstöðum og mörgum kauptúnum. Oft eiga félög þó ekki óslitna sögu, heldur eiga þau sí­n blómaskeið inn á milli. Skipulögð voru skátamót, fyrsta landsmótið var haldið árið 1925 í­ Þrastarskógi, og skátar hófu snemma að sækja erlend skátamót og ráðstefnur. Til dæmis sótti hópur skáta Jamboree, alþjóðamót drengjaskáta, í­ Ungverjalandi árið 1933.

Fyrsti skátahöfðingi Íslands var Axel V. Tuliní­us

Fyrsti skátahöfðingi Íslands var Axel V. Tuliní­us, sem gegndi því­ embætti þar til hann lést árið 1938. Gunnar H. Eyjólfsson hefur gegnt starfinu frá 1988. Lengst af hafa verið tveir varaskátahöfðingjar, annar kona, sem hefur verið æðsti fulltrúi Bandalagsins gagnvart alþjóðasamtökum kvenskáta. Fyrsti varaskátahöfðingi kvenskáta var Hrefna Tynes (1948 – 1968).

Árið 1950 var fyrsta Sankti Georgsgildið á Íslandi stofnað. Hlutverk St. Georgsgildanna er annars vegar starfa sem eins konar styrktaraðili fyrir skátahreyfinguna, og hins vegar að vera vettvangur starfs þar sem hægt er að sinna hugsjónum skátahreyfingarinnar án kröfu um að starfa sem foringi.

Kristí­n Bjarnadóttir, 1993. Skátahandbókin, Bandalag Íslenskra Skáta. Reykjaví­k.

Skátahreyfingin berst til íslands

Sumarið 1911 stofnaði Ingvar Ólafsson fyrsta skátaflokkinn á íslandi. Líkur benda til að fyrsti skátafundurinn hafi verið haldinn 16. júlí sama ár. Ingvar hafði dvalið í­ Danmörku og kynnst þar starfsemi skáta. Hann var flokksforingi í Rungsted og sótti þangað fyrirmyndina. Um haustið 1911 hvarf hann á ný til Danmerkur, en nokkrir af skátunum flokknum hans héldu áfram að hittast og stofnuðu ásamt fleiri drengjum Skátafélag Reykjavíkur 2. nóvember 1912. Störfuðu þeir fyrst í einni sveit undir forystu Sigurjóns Péturssonar frá Álafossi. Tveimur árum seinna voru þrjár sveitir í­ Skátafélagi Reykjavíkur, alls 57 skátar og sveitarforingjar voru þeir Benedikt G. Waage og Helgi Jónasson frá Brennu auk Sigurjóns, allt kunnir forystumenn úr íþróttahreyfingunni.

Á sumardaginn fyrsta árið 1913 var skátafélagið Væringjar stofnað innan vébanda KFUM og var sr. Friðrik Friðriksson aðalhvatamaður að stofnun þess. Fyrsta skátafélag stúlkna, Kvenskátafélag Reykjavíkur var stofnað innan vébanda KFUK hinn 7. júlí árið 1922 og varð Jakobína Magnúsdóttir fyrsti félagsforingi þess, en Gertrud Friðriksson síðar fyrsti félagsforingi kvenskáta á Húsavík, átti mestan þátt í­ stofnun félagsins.

Kvenskátasamband íslands var stofnað 23. mars árið 1939

Hinn 6. júlí 1924 héldu fulltrúar skátafélaganna Væringja og Arna í Reykjavík og skátafélagins Birkibeina á Eyrarbakka undirbúningsfund að stofnun Bandalags Íslenskra Skáta. Var ákveðið að sækja um inngöngu í alþjóðabandalag skáta (The Boy Scouts World Wide Brotherhood Association). Var íslenskum skátum veitt innganga 29. ágúst 1924, en fyrsti stjórnarfundur Bandalags Íslenskra Skáta var haldinn 6. júní 1925 og þar fyrsta stjórn þess kjörin. Hana skipuðu Axel V. Tuliní us skátahöfðingi, Ársæll Gunnarsson og Henrik Thorarensen. Kvenskátasamband íslands var stofnað 23. mars árið 1939 voru félagar þess þá 459 undir forystu Jakobínu Magnúsdóttur.

Árið 1944 sameinuðust síðan þessi tvö landssambönd skáta í núverandi Bandalag íslenskra skáta.
Heimildir: hugi.is