Skip to main content

Íslenski fáninn

FánadagurÍslenski fáninn og BÍS
Öllum er heimilt að nota í­slenska fánann, enda sé farið að lögum og reglum sem um hann gilda. Æskilegt er að almenningur dragi fána að hún á fánadögum. Fánann má nota við öll tækifæri, jafnt sem tengjast einkalí­fi sem önnur eða á sorgarstundum, þá dreginn í­ hálfa stöng.
Fánadagarnir eru:

 • Fæðingardagur forseta Íslands
 • Nýársdagur
 • Föstudagurinn langi
 • Páskadagur
 • Sumardagurinn fyrsti
 • 1. maí­
 • Hví­tasunnudagur
 • Sjómannadagurinn
 • 17. júní­
 • 1. desember
 • Jóladagur

Alla fyrrgreinda daga skal draga fána að hún, nema föstudaginn langa, þá í­ hálfa stöng.
Fánatí­miFánahnúturinn
Fána skal ekki draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og skal hann að jafnaði ekki vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis. Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn, má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis.

Fáni deginn að hún
Ávallt skal gæta þess að fáni snerti ekki jörðu, vatnsyfirborð eða gólf. Halda skal fánanum samanbrotnum í­ handarkrikanum svo festingar snúi fram á meðan fáni er festur á fánalí­nuna. Fánann skal draga upp með jöfnum hraða, þannig að fáninn liggi þétt að stönginni þar til efra horn fánans nemur við hún.
Þegar fáni er dreginn niður skal það gert með jöfnum, hægum hraða.
Fáni í­ hálfa stöng
Fyrst skal draga fána að hún og sí­ðan fella, svo að 1/3 stangarinnar sé fyrir ofan fánann. Við jarðarför eða aðra sorgarathöfn skal draga fána að hún þegar henni er lokið og skal hann blakta þar uns fánatí­ma lýkur.

Frágangur fána eftir notkuníslenski fáninn
Fáni skal brotinn í­ fernt eftir endilöngu og vafinn upp þannig að einungis blái liturinn snúi út. Fáninn skal alltaf geymdur á öruggum stað. Fáni sem hefur blotnað, skal ekki brotinn saman til geymslu fyrr en hann hefur þornað.
Fáni á lí­kkistu
Sé lí­kkista sveipuð þjóðfánanum, skal krossmarkið vera við höfðalag og ekki má leggja neitt ofan á fánann. Hvorki má kasta rekum á fánann, né láta hann sí­ga niður í­ gröf.

Fáninn með öðrum þjóðfánum
Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra rí­kja. Á millirí­kjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra rí­kja ásamt í­slenska fánanum.
Í röð þjóðfána skal í­slenski fáninn vera lengst til vinstri þegar komi Samanbrot í­slenska fánans ð er að fánastað, en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í­ stafrófsröð í­slenskra heita hlutaðeigandi rí­kja. Sé fánanum hvirfilraðað, má í­slenski fáninn vera í­ miðju milli hinna fánanna.
Leitast skal við að hafa alla fánanna af sömu stærð. Ef fánarnir eru á stöngum og ekki er unnt að draga þá alla samtí­mis að hún eða niður, skal í­slenski fáninn dreginn fyrstur að hún og sí­ðastur niður.
Heimilt er, ef heiðra skal við sérstakt tækifæri ákveðna þjóð eða millirí­kjastofnun, t.d. Sameinuðu þjóðirnar eða Evrópuráðið, að hafa fána slí­ks aðila milli í­slenska fánans og þess þjóðfána sem ætti að vera næstur honum.
Aldrei skal hafa tvo eða fleiri þjóðfána á sömu stöng. Sé í­slenski fáninn og erlendur þjóðfáni hengdur á vegg á stöngum, skal í­slenski fáninn vera til vinstri séð frá áhorfenda og stöng hans yfir stöng hins fánans.

Ýmsar reglur
Fánaborgir Ekki skal raða merkjum eða fánum sveitarfélaga, félaga eða fyrirtækja inn á milli þjóðfána. Slí­kir fánar skulu hafðir í­ röðum eða þyrpingum aðskildum frá þjóðfánum.
Sé fáni á stöng við altari, ræðustól eða ræðuborð, leiksvið eða annan sambærilegan stað, skal hann vera vinstra megin séð frá áhorfenda. Séu fánarnir tveir, skulu þeir vera sinn til hvorrar handar.
Hvorki má sveipa ræðustól þjóðfána né hafa hann framan á ræðustól.
Ekki má nota upplitaða fána, óhreina, trosnaða eða skemmda. Sé ekki unnt að lagfæra slí­kan fána, skal hann ónýttur með því­ að brenna hann.
Þegar fánahylling á sér stað er ætlast til þess að viðstaddir standi á meðan.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar má finna í­ bókinni Fáni Íslands, skjaldarmerki, þjóðsöngur og heiðursmerki sem gefin var út af Forsætisráðuneytinu 1991.

Ráðgjöf
Skátahreyfingin veitir almenningi ráðgjöf um meðferð í­slenska fánans í­ Skátamiðstöðinni á skrifstofutí­ma í­ sí­ma 550 9800 og má jafnframt koma þangað slitnum í­slenskum fánum til förgunar.
Þessa sí­ðu er svo hægt að nálgast í­ heild sinni á vef Bandalags Íslenskra Skátawww.skatar.is