Skip to main content

Vormót

Vormót Hraunbúa hefur verið fastur liður í skátastarfi íslenskra skáta í fjölda ára. Síðustu árin hefur það jafnan verið haldið í Krýsuvík, á túninu undir Bæjarfelli. Vormót er yfirleitt haldið snemma í júní ár hvert og setur jafnt endapunkt við skátastarf vetrarins sem og markar upphaf skátasumarsins.

Árið 2019 var tímamótaár í sögu Vormóts en þá var mótið fært úr Krýsuvík í fyrsta sinn í áraraðir, mótið var þá haldið á Flugmódelvellinum við Hamranes en hann stendur við hlið Hvaleyrarvatns. Mótið gekk eins og í sögu og stendur til að halda Vormót þar aftur árið 2022.

Fyrsta Vormót Hraunbúa var haldið 1939 og hefur verið haldið árlega nánast óslitið síðan.

 

Hægt er að hafa samband við skipuleggjendur mótsins í tölvupósti vormot(hjá)hraunbuar.is

 

 

Hér á síðunni má sjá þemu síðustu ára.

Þemu síðustu ár
1961 Keilir
1962
1963 Réttu úr þér og brostu
1964 Frumbyggjastörf
1965 25. Vormótið
1966
1967 Íslenskir sögustaðir
1968 H-breytingin
1969 Út í geiminn
1970
1971
1972 Friður
1973
1974
1975 Afríka
1976 Rigning
1977
1978 Skátun
1979 Barnið
1980 Tréð
1981 Skátun
1982
1983 Umferðaröryggi
1984
1985
1986
1987 Ávallt viðbúin
1988 Í nýjan búning
1989
1990 Í túnfætinum
1992 Ungir í anda
1993 Verndum landið
1994 Undir fána lýðveldis
1995  Í gegnum tíðina
1996
1997  Með vinum
1998  Hnýtum vináttubönd
1999
2000  Í faðmi fjalla
2001 Tryllt í tjaldi
2002  Rigning í rokrassgati
2003  Sól að morgni
2004  Kátt er í Krýsuvík
2005  Kúrekar í Krýsuvík
2006  Aftur til fortíðar
2007  Hver, hvar, hvenær?
2008  100 víkingar
2009  Lífið er leikur
2010  Í gegnum tíðina
2011  Eldurinn lifir
2012  Eldur, vatn og ævintýr
2013  Komd’ á kamarinn
2014 3 á Richter
2015 Frá toppi til táar
2016 Tími fyrir ævintýri
2017 Á Draugaslóð
2018 Víkingar
2019 Víkingar