Í hverri sveit eru nokkrir flokkar. Yfir hverri sveit er sveitarforingi sem vinnur náið með flokksforingjum og heldur utan um starf sveitanna.
Drekaskátar
Strákar og stelpur á aldrinum 8-9 ára
Grábræður og Rauðúlfar eru drekaskátasveitir með börnum á aldrinum 8-9 ára. Drekaskátar hittast einu sinni í viku og fara auk þess í dagsferðir.
Fálkaskátar
Riddarar
Krakkar á aldrinum 10-12 ára
Riddarar er elsta starfandi sveit Hraunbúa. Í Riddurum eru fimm flokkar, Kastalabúar, Léttfetar, Drekar, Bjórar og Krossfarar. Í Riddurum er farið í útilegur og dagsferðir. Skátunum er kennt mikið í útivist og eiga að geta bjargað sér sjálfir í útilegum.
Dróttskátar
Ds. Castor
Krakkar á aldrinum 13-15 ára
Rekkaskátar
Rs. Asterix
Krakkar á aldrinum 16-18 ára
Öll sveitin hittist einu sinni í viku. Rekkaskátar eru einnig mjög virkir í öllu starfi félagsins og burðarbiti margra viðburða. Í rekkaskátum er heilmikið útilíf enda byggist starfið á því.
Róverskátar
Rs. Trail
Fólk á aldrinum 19-25
Róversveitin Trail hittist reglulega og kemur helst að innra starfi félagsins.