Skip to main content
Monthly Archives

April 2021

Útilífsskóli Hraunbúa 2021

By Fréttir

Skráning í Útilífsskóla Hraunbúa fyrir sumarið 2021 hefur verið opnuð!

Hér fyrir neðan má finna hlekk á skráningarsíðu ásamt upplýsingum um dagskrá.

Útilífsskóli Hraunbúa býður upp á útilífsnámskeið fyrir 8-12 ára (fædd 2009-2013)

Við leggjum upp með að vera með sitt hvort prógrammið fyrir dagsferðaviku og útileguviku svo ef börn eru skráð á bæði námskeiðin fá þau sitt hvora dagskrána.

Upplýsingar:
Námskeiðin hefjast kl. 09:00 í Skátaheimili Hraunbúa, Hjallabraut 51 og lýkur kl. 16:00 á sama stað (á viku B er sólarhringsútilega frá fimmtudegi til föstudags og eru börnum skutlað og sótt á Hvaleyrarvatn). Þátttakendur þurfa að koma klæddir eftir veðri því gert er ráð fyrir útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan og skemmtilegan dag.

Dagskrá er háð breytingum og upplýsingagjöf verður í hámarki.

  • Vika A
    Um er að ræða skemmtilegt skátanámskeið.
    Dagskrá námskeiðis:
    Mánudagur – kynningarleikir og vígsla
    Þriðjudagur – smiðjur og fjöruferð
    Miðvikudagur – Sundferð
    Fimmtudagur – Víkingaleikar og gönguferð
    Föstudagur – Dagsferð á Hvaleyrarvatn
  • Vika B
    Um er að ræða skemmtilegt skátanámskeið með sólarhrings útilegu.
    Dagskrá námskeiðisins:
    Mánudagur – Kynningaleikir og vígsla
    Þriðjudagur – Gönguferð og leikir
    Miðvikudagur – Sund og leikir
    Fimmtudagur – Útilega
    Föstudagur – Útilega