Skip to main content
Category

Greinar

Dróttskátastarf!

By Fréttir, Greinar

Haustið er komið og skátastafið farið í gang.

Dróttskátar í Hraunbúum byrjuðu vetrarstarfið með stæl og drifu sig um helgina til Hveragerðis í fyrstu útileguna. 

Það var stór hópur af mjög svo hressum krökkum sem gistu tvær nætur í skátaheimili Stróks i Hveragerði, gengu upp í Reykjadal, fóru í sund, spiluðu, horfðu á bíómyndir og gerðu ótalmargt fleira skemmtilegt.

Dróttskátar eru krakkar á í 8.-10. bekk og miðast starfið hjá þeim að miklu leyti við að þau skipuleggji sitt starf sjálf með aðstoð foringja. Þetta eru hressir krakkar sem skortir ekki hugmyndaflugið, kætina eða áræðnina og stefna þau á sjósund í næstu viku.

Við eru endalaust stolt af þessum kraftmiklu og glöðu skátum og hlökkum til að starfa með þeim í vetur.