Skip to main content

Skátastarf Hraunbúa er að byrja aftur eftir sumarfrí!

Hjá Hraunbúum er skátastarf fyrir allan aldur og við hvetjum alla til að kíkja við og kynnast okkur.

Frítt að prófa í september en nauðsynlegt að skrá börnin á Sportabler.

Skráning hefst 1 september 2023.

Drekaskátar

Fyrir börn 8-9 ára, fædd 2014-2015

Skátarnir fást við margvísleg viðfangsefni á drekaskátaaldri. Þá einbeita skátarnir sér að mestu leyti að leikjum og skemmtilegum verkefnum sem styrkja ýmsa dýrmæta eiginleika svo sem traust, þolinmæði, samvisku, samkennd og sjálfsbjargarviðleitni.

Fundir eru einu sinni í viku og hægt er að velja á milli mánudaga eða miðvikudaga, og hefjast fundir 28. ágúst.

 • Mánudagar kl 17:30-18:30
  Foringjar: Kristjana og Bryna
 • Miðvikudagar kl 17:30-18:30
  Foringi: Thelma Líf

Fálkaskátar

Fyrir börn 10-12 ára, fædd 2011-2013

Á þessum aldri fá skátarnir meiru ráðið um  eigin dagskrá og geta  mótað dagskráráherslur eftir því hvar þeirra eigin áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist, ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem  styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi.

Fundir eru einu sinni í viku og hægt er að velja á milli miðvikudaga eða fimtudaga, og hefjast fundir 30. ágúst.

 • Miðvikudagar 18:30-20:00
  Foringjar: Thelma og Jakob
 • Fimtudagar 18:30-20:00
  Foringjar: Thelma og Jakob

Dróttskátar

Fyrir börn 13-15 ára, fædd 2008-2010

Dróttskátar eru í virkara samráði við sína foringja um eigið starf og hljóta þannig aukið frelsi til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Samhliða því vex ábyrgð þeirra á eigin starfi og á starfinu í skátafélaginu.

Fundir eru einu sinni í viku á þriðjudögum, og er fyrsti fundur 29. ágúst.

 • Þriðjudagar kl 18:00-20:00
  Foringjar: Harpa Hrönn og Erna Mjöll

   

Rekkaskátar

Fyrir börn 16-18 ára, fædd 2005-2007

Rekkaskátum býðst að taka þátt í ýmsum spennandi viðburðum bæði innanlands og utan og byrja rekkaskátar því gjarnan að mynda tengsl við aðra skáta þvert yfir hnöttinn. Á rekkaskátaaldri byrja flestir að sinna foringjastörfum eða öðrum hlutverkum innan skátafélaganna og því er boðið upp á fjölda námskeiða í leiðtogaþjálfun. 

Fundir eru einu sinni í viku á þriðjudögum, og er fyrsti fundurinn 22. ágúst

 • Þriðjudagar 20:00-22:00
  Foringjar: Valdís og Alex
Skátar af öllum aldri að syngja saman á Vormóti Hraunbúa 2023