Skip to main content
Category

Fréttir

Útilífsskóli Hraunbúa

By Fréttir

Útilífsskóli Hraunbúa býður upp á útilífsnámskeið fyrir 8-12 ára (fædd 2012-2016)

Við leggjum upp með að vera með sitt hvort prógrammið fyrir dagsferðaviku
og útileguviku svo ef börn eru skráð á bæði námskeiðin fá þau sitt hvora
dagskrána.

Upplýsingar:

Námskeiðin hefjast kl. 09:00 í Skátaheimili Hraunbúa, Hjallabraut 51 og lýkur kl. 16:00 á sama stað (á viku B er sólarhringsútilega frá fimmtudegi til föstudags og eru börnum skutlað og sótt á Hvaleyrarvatn). Á föstudögum er heimferð klukkan 14 í A vikum og klukkan 12 í B vikum. Þátttakendur þurfa að koma klæddir eftir veðri því gert er ráð fyrir útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan og skemmtilegan dag.

Dagskrá er háð breytingum og upplýsingagjöf verður í hámarki.


Í viku A er áhersla lögð á útiveru í nágrenni Hraunbyrgis (Skátaheimili Hraunbúa) og náttúruna hér í kring. Vikunni lýkur svo með uppgjörshátíð á
síðasta degi. Dagskrá lýkur klukkan 14 á föstudeginum. 

Í viku B er lögð áhersla á samvinnu, hópefli og útiveru. Vikunni lýkur svo með einnar nætur tjaldgistingu við Hvaleyrarvatn þar sem krakkarnir fá að kynnast tjaldbúðarlífi. Krökkunum er skutlað upp að Hvaleyravatni klukkan 10 og dagskrá lýkur klukkan 12 daginn eftir á Hvaleyravatni. 

Vika 1 – 10-14 júní – A vika

Víka 2 – 18-21 júní (frí 17 júní) B vika

Vika 3 – 24-28 júní – A vika

Vika 4 – 1-5 júlí – B vika

Vika 5 – 8-11 júlí (frí 12 júlí) – B vika

Skráning er hér: https://www.abler.io/shop/hraunbuar/1

Vormót Hraunbúa 2024

By Fréttir

Vormót Hraunbúa verður haldið um Hvítasunnuhelgina 17.-20. maí á Hamranesi.
Það verður fjölbreytt dagskrá í boði og Rimmugýgur ætlar að vera með okkur að venju.
Endalaust kakó í kakótjaldinu, foreldrar velkomnir að koma og vera í fjölskyldubúðum með yngri systkini.
Það er ekkert betra en Vormót til að starta ævintýra- og útilegusumrinu.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Skráning er hér: https://www.abler.io/shop/hraunbuar/1

Aðalfundur 2024

By Fréttir

Aðalfundarboð

Aðalfundur Hraunbúa 2024 fer fram í Hraunbyrgi þriðjudaginn 27. febrúar 2024 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins. 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

 1. a)      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. b)      Skýrsla stjórnar.
 3. c)      Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
 4. d)      Umræður um framlagðar skýrslur.
 5. e)      Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
 6. f)       Lagabreytingar.
 7. g)      Kynning frambjóðenda.
 8. h)      Kosning stjórnar.
 9. i)       Kosning tveggja varamanna stjórnar
 10. j)       Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
 11. k)      Kosning þriggja manna í laganefnd.
 12. l)       Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
 13. m)     Kosning skálanefndar.
 14. n)      Önnur mál.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa: 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is
Erna Mjöll Grétarsdóttir, s. 897 3763 ernamjoll@hotmail.com
Sindri Friðriksson, s. 862 1680 sindri@hraunbuar.is

Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur.

Auka-aðalfundur 2023

By Fréttir

Aðalfundarboð – Aukafundur

Auka-aðalfundur Hraunbúa 2023 fer fram í Hraunbyrgi mánudaginn 19. júní 2023 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins. 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Dagskrá aukafundar:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
 3. Kosning stjórnar (einungis er kosið í eitt sæti í stjórn)
 4. Önnur mál.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa: 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is
Erna Mjöll Grétarsdóttir, s. 897 3763 ernamjoll@hotmail.com
Sindri Friðriksson, s. 862 1680 sindri@hraunbuar.is

Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Drekaskátamót 2-4 Júní

By Drekaskátar, Fréttir, Viðburðir

Kæru forráðamenn. Það styttist í drekaskátamótið sem haldið verður að Úlfljótsvatni 2.-4. júní næstkomandi. Mótið er fyrir alla skáta 7-9 ára á Íslandi. Skráningarfrestur er 4. maí og eru allar nánari upplýsingar að finna í meðfylgjandi bréfi. Einnig er hér hlekkur beint á viðbótarupplýsingar um mótið. https://skatarnir.is/vidburdir/drekaskatamot-2023/ Eins og fram kemur í bréfinu þarf að skrá sig á tveimur stöðum. Hér í þessum viðburði og á https://www.sportabler.com/shop/skatarnir Mikilvægt er að skrá sig fyrir þennan tíma til að geta undirbúið mótið vel. Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið okkur línu. Við vonum að sem flestir mæti og upplifi stemmninguna á skátamóti.

Fjölskyldur skátanna eru velkomnar að mæta líka og gista á öðrum stað á svæðinu og fylgjast með úr fjarlægð.

Hellaskoðun Dróttskáta

By Fréttir

Nú er orðið bjart á fundartíma dróttskáta og hægt að fara í allskonar ævintýri fram eftir kvöldi.

Í gær fóru dróttskátarnir í hellaskoðun í fínu veðri þrátt fyrir smá úrkomu.

Við fórum í tvo hella og í öðrum þeirra gátum við komið okkur vel fyrir og fengið okkur heitt kakó með rjóma og kex, alltaf ævintýri, alltaf gaman.

Hraunbúar fjárafla fyrir ferð á Jamboree í Suður-Kóreu

By Fréttir

Hraunbúar fjárafla fyrir ferð á Jamboree í Suður-Kóreu


Það eru 24 Hraunbúar á aldrinum 14-18 ára á leið á Jamboree (Alheimsmót skáta) í Suður-Kóreu í sumar. Mótið sjálft eru 12 dagar auk nokkurra daga í Seoul og ferðadaga, í allt eru þetta næstum þrjár vikur og svona ferð kostar sitt eða um 700 þúsund á mann, já þið lásuð rétt, þetta er dágóð upphæð fyrir unga skáta. Inn í þessari upphæð er þó allt innifalið, flug, gisting, matur, búnaður á mótinu (tjöld og eldunarbúnaður).  Það er ljóst að þetta verður mikið ævintýri sem hver skáti hefur aðeins eitt tækifæri til að upplifa sem þáttakandii, hægt er að fara aftur en þá sem sjálfboðaliði eða foringi/fararstjóri.

Til að safna fyrir þessari ferð hafa Hraunbúarnir verið duglegir við að fjárafla síðasta árið og nú á föstudaginn var stærsta fjáröflunin hingað til.
Skátarnir blésu til fjáröflunarkvöldverðs. Þau skipulögðu frábært kvöld með fordrykk og þriggja rétta máltíð, tónlistar- og skemmtiatriðum. Sáu sjálf (með aðstoð foreldra og foringja) um að undirbúa, skreyta salinn, leggja á borð, undirbúa skemmtiatriði, sjá um veislustjórn, búa til myndasýningu, elda matinn, baka eftirréttinn, bera fram matinn, vaska upp og ganga frá. Matseðillinn var ekki af verri endanum, rjómalöguð sveppasúpa og og brauð í forrétt, lambalæri með bernaise, aspas, bökuðum kartöflum og sallati í aðalrétt og frönsk súkkulaðikaka með jarðarberjum og rjóma í eftirrétt.
Lagt var upp með háleit markmið um að kannski tækist að selja allt að 80 miða og það gekk eftir, akkúrat 80 miðar seldust, það var fullt hús, fullt af fólki, gleði, þakklæti og fjöri.
Til að svona kvöld beri sig þarf á miklum stuðningi að halda og skátarnir fengu hann svo sannarlega hjá nokkrum fyrirtækjum sem lögðu okkur lið með matargjöfum og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir stuðninginn.

Esja – sem gaf okkur kjötið
Innes – sem gaf okkur grænmeti, jarðarber og sósu
Nói Sirius – sem gaf okkur súkkulaði í kökurnar
Pottagaldrar – sem gáfu okkur kryddið á kjötið
Sjávargrillið – sem gaf okkur gjafabréf sem við buðum upp og aflaði fjár þannig
Fjarðarkaup – sem gaf okkur egg í kökurnar og grænmeti og jarðarber
Krónan – sem gaf okkur blóm til að skreyta salinn
MS – sem gaf okkur afslátt af vörum
Klási – sem gaf okkur þurrkaða sveppi í súpuna

Takk fyrir stuðninginn þið sem gáfuð og mættuð, þetta var ómetanlegt kvöld sem mun seint gleymast enda mikill lærdómur í því falinn að skipuleggja og halda svona veislu.

Skátakveðja, Jamboreefarar 🙂