Skip to main content
Monthly Archives

March 2018

Ný og endurbætt heimasíða

By Fréttir

Það var kominn tími á nýja og flotta heimasíðu, svo við fengum snillingana frá Allra Átta til að setja upp glæsilega og snjallvæna vefsíðu. Allra Átta hefur smíðað marga flotta vefi og sérhæfa sig í vefsíðugerð, leitarvélabestun, wordpress vefhýsingu og allri almennri markaðssetningu á netinu.

Vefurinn keyrir á WordPress og sér Allra Átta um að hann sé í öruggri hýsingu.

Við þökkum fyrir nýja vefinn og vonum að hann þjóni núverandi og verðandi skátum með glæsibrag.

Vefur Allra Átta er hér: www.8.is

Aðalfundur 2018

By Fréttir

Aðalfundur Hraunbúa 2018 fer fram í Hraunbyrgi miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins:

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar.
c) Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
d) Umræður um framlagðar skýrslur.
e) Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
f) Lagabreytingar.
g) Kynning frambjóðenda.
h) Kosning stjórnar.
i) Kosning tveggja varamanna stjórnar
j) Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
k) Kosning þriggja manna í laganefnd.
l) Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
m) Kosning skálanefndar.
n) Önnur mál.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Að þessu sinni verður kosið í embætti aðstoðar félagsforingja, gjaldkera og eins meðstjórnanda til tveggja ára. Auk þess verður kosið í sæti eins meðstjórnanda í eitt ár. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa:

Árný Björnsdóttir, s. 824 1763, arny@hraunbuar.is
Bergur Ólafsson, s. 662 8500, berguro@gmail.com
Þórður I. Bjarnason, s. 821 8757 tordur@hraunbuar.is

Fyrir þá sem vilja leggja fram breytingatillögu á lögum félagsins er bent á að hafa samband við laganefnd, en hana skipa:
Heiður Ýr Guðjónsdóttir, heidur89@hotmail.com
Jón Þór Gunnarsson, jon@hraunbuar.is
Ingólfur Már Grímsson, ingo@hraunbuar.is

Lagabreytingatillögur skulu vera skriflegar og berast stjórn minnst þremur vikum fyrir aðalfund, fimmtudaginn 2. febrúar. Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Útbúnaðarlisti félagsútilegu 2017

By Fréttir

Kæru foreldrar/forráðamenn

Brottför er áætluð kl 19 frá Hraunbyrgi, þann 6.okt. Mæting er kl 18:30 Allir að vera búnir að borða áður en þeir mæta. Síðan verður kvöldkaffi þegar allir eru búnir að koma sér fyrir á áfangastað. Áætluð heimkoma er á milli 14 og 15 sunnudaginn 8.okt.

Vinsamlega athugið að listanum er eingöngu ætlað að vera leiðbeinandi. Gott er að miða við þrjú lög af fatnaði þegar farið er í ferðir: Innsta lag: ullarföt eða flís Miðlag: léttur jakki(úlpa)/peysa eða soft shell Ysta lag: vind og vatnshelt eins og pollagalli eða álíka. Útbúnaðar listi: Föt til skiptanna – buxur, peysa, sokkar, nærföt (ekki gallabuxur) Hlý undirföt Góðir skór/gönguskór Hlýjir sokkar Hlífðarföt Húfa vettlingar Svefnpoki Tannbursti Tannkrem hárbusti Þvottastykki/lítið handklæði Náttföt Ef til er : Vasaljós Spilastokkur inniskór