Skip to main content

Nú er orðið bjart á fundartíma dróttskáta og hægt að fara í allskonar ævintýri fram eftir kvöldi.

Í gær fóru dróttskátarnir í hellaskoðun í fínu veðri þrátt fyrir smá úrkomu.

Við fórum í tvo hella og í öðrum þeirra gátum við komið okkur vel fyrir og fengið okkur heitt kakó með rjóma og kex, alltaf ævintýri, alltaf gaman.