Skip to main content

Veturinn 2022-2023

Dróttskátar fyrir börn 13-15 ára, fædd 2007-2009.
Fundir á þriðjudögum kl 19-20:30.

Fyrsti fundur 30.ágúst
Foringi er Harpa Hrönn Grétarsdóttir

Dróttskátar (13 – 15 ára)

 

UM STARF DRÓTTSKÁTA

Fjölmargir nýir möguleikar bjóðast skátum þegar þau komast á
dróttskátaaldur. Þau geta tekið þátt í fjölda viðburða víðsvegar um
landið sem þau gátu ekki sótt áður sökum aldurs ásamt því að fá sín
fyrstu tækifæri til að ferðast á skátamót erlendis. Dróttskátar eru í
virkara samráði við sína foringja um eigið starf og hljóta þannig aukið
frelsi til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Samhliða því vex
ábyrgð þeirra á eigin starfi og á starfinu í skátafélaginu. Margir skátar
taka sín fyrstu skref í foringjastörfum á þessum aldri og stendur því til
boða að taka þátt í ýmsum námskeiðum tengd foringjastörfum. Í
dróttskátastarfinu fá ungmenni tækifæri til að ferðast og spreyta sig á
krefjandi verkefnum í hópi jafnaldra sem að standa þétt saman í
starfinu. Þau kynnast ekki bara öðrum og ýmislegu um samskipti og
samstarf. Þau kynnast líka sjálfum sér, eigin verðugleikum og getu í
fjölbreyttu og skemmtilegu starfi.

LANDSMÓT SKÁTA

Dróttskátar geta tekið þátt í Landsmóti skáta með sínu skátafélagi líkt
og fálkaskátar en á dróttskátaaldri er dagskráin ólík þeirri sem yngri
skátarnir taka þátt í. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á
Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót
fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátar af öllu landinu koma saman
og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til
tjaldað og er dagskrá mótsins því hin glæsilegasta.