Skip to main content
Category

Fréttir

Hraunbúar fjárafla fyrir ferð á Jamboree í Suður-Kóreu

By Fréttir

Hraunbúar fjárafla fyrir ferð á Jamboree í Suður-Kóreu


Það eru 24 Hraunbúar á aldrinum 14-18 ára á leið á Jamboree (Alheimsmót skáta) í Suður-Kóreu í sumar. Mótið sjálft eru 12 dagar auk nokkurra daga í Seoul og ferðadaga, í allt eru þetta næstum þrjár vikur og svona ferð kostar sitt eða um 700 þúsund á mann, já þið lásuð rétt, þetta er dágóð upphæð fyrir unga skáta. Inn í þessari upphæð er þó allt innifalið, flug, gisting, matur, búnaður á mótinu (tjöld og eldunarbúnaður).  Það er ljóst að þetta verður mikið ævintýri sem hver skáti hefur aðeins eitt tækifæri til að upplifa sem þáttakandii, hægt er að fara aftur en þá sem sjálfboðaliði eða foringi/fararstjóri.

Til að safna fyrir þessari ferð hafa Hraunbúarnir verið duglegir við að fjárafla síðasta árið og nú á föstudaginn var stærsta fjáröflunin hingað til.
Skátarnir blésu til fjáröflunarkvöldverðs. Þau skipulögðu frábært kvöld með fordrykk og þriggja rétta máltíð, tónlistar- og skemmtiatriðum. Sáu sjálf (með aðstoð foreldra og foringja) um að undirbúa, skreyta salinn, leggja á borð, undirbúa skemmtiatriði, sjá um veislustjórn, búa til myndasýningu, elda matinn, baka eftirréttinn, bera fram matinn, vaska upp og ganga frá. Matseðillinn var ekki af verri endanum, rjómalöguð sveppasúpa og og brauð í forrétt, lambalæri með bernaise, aspas, bökuðum kartöflum og sallati í aðalrétt og frönsk súkkulaðikaka með jarðarberjum og rjóma í eftirrétt.
Lagt var upp með háleit markmið um að kannski tækist að selja allt að 80 miða og það gekk eftir, akkúrat 80 miðar seldust, það var fullt hús, fullt af fólki, gleði, þakklæti og fjöri.
Til að svona kvöld beri sig þarf á miklum stuðningi að halda og skátarnir fengu hann svo sannarlega hjá nokkrum fyrirtækjum sem lögðu okkur lið með matargjöfum og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir stuðninginn.

Esja – sem gaf okkur kjötið
Innes – sem gaf okkur grænmeti, jarðarber og sósu
Nói Sirius – sem gaf okkur súkkulaði í kökurnar
Pottagaldrar – sem gáfu okkur kryddið á kjötið
Sjávargrillið – sem gaf okkur gjafabréf sem við buðum upp og aflaði fjár þannig
Fjarðarkaup – sem gaf okkur egg í kökurnar og grænmeti og jarðarber
Krónan – sem gaf okkur blóm til að skreyta salinn
MS – sem gaf okkur afslátt af vörum
Klási – sem gaf okkur þurrkaða sveppi í súpuna

Takk fyrir stuðninginn þið sem gáfuð og mættuð, þetta var ómetanlegt kvöld sem mun seint gleymast enda mikill lærdómur í því falinn að skipuleggja og halda svona veislu.

Skátakveðja, Jamboreefarar 🙂

Dinner Kvöld

By Fréttir
Á föstudagskvöldið, þann 24. mars. Munu Drótt- og Rekkaskátar í Hraunbúum sem stefna á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu í sumar halda fjáröflunarkvöldverð. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð, skemmtiatriði, tónlistaratriði og gleði. Öll eru velkomin, til að tryggja sér miða er hægt að hafa samband við starfsmann eða dróttskátaforingja eða senda skilaboð.

Hraunbúar á Vetrarskátun hjá Klakki

By Fréttir


Á sunnudagskvöld sofnuðu 10 vel þreyttir skátar í Hafnarfirði eftir krefjandi helgarnámskeið fyrir norðan á vegum Klakks á Akureyri.

Þrátt fyrir appelsínurna viðvörun og óvissustig Almannavarna þá voru yfir 40 skátar á námskeiði í Vetrarskátun á Hrafnagili um síðustu helgi.

Þau fræddust um útbúnað, klæðnað, veður, næringu, snjóflóð, skyndihjálp og fleira. Elduðu megnið af sínum máltíðum utandyra, fóru í áttavitaæfingar, byggðu snjóskýli og tjölduðu.

Þetta var krefjandi, ævintýralegt og vel skipulagt námskeið. Skátarnir fóru heim með mikla reynslu og góðar minningar.

Takk Klakkur.

Fleiri myndir má finna á Instagramsíðu Hraunbúa.

Í útilegu í krefjandi veðri

By Fréttir

Dróttskátasveitin Castor fór í sveitarútilegu um síðustu helgi í krefjandi veðri en það kom ekki að sök þar sem Lækjarbotnar héldu vel utan um hópinn.

Á föstudag mættu til leiks 15 hressir dróttskátar tilbúnir í ævintýri helgarinnar og ævintýrin létu ekki á sér standa því strax á föstudagskvöldu voru skátarnir svo heppnir að einn foringi pikkfesti bílinn sinn í krapasnjó rétt fyrir neðan skálann. Skátarnir létu ekki bíða eftir sér og ruku út með skóflur og krafta í kögglum og mokuðu svo vel frá bílnum að ekkert mál var að aka honum alla leið upp að skála innan skamms.

Skátarnir sjálfir sáu um alla skipulagningu fyrir þessa ferð, bæði mat og dagskrá. Þeim fórst þetta einstaklega vel úr hendi. Þar sem ekki útlit fyrir gott gönguveður eða færð var dagskráin sniðin að því og mikið var um flókna leiki bæði utan og innandyra.

Maturinn sem var í boði skátanna var algjör sælkeramatur og hvergi var farið auðveldu leiðina, meira að segja taco kökurnar voru gerðar frá grunni. Þetta er hópur sem kann gott að meta og er óhræddur við að reyna nýja hluti.

Í eldhúsinu í Lækjarbotnaskálanum

Það er gaman að sjá hvað þessi hópur er orðinn duglegur að skipuleggja, skipta með sér verkum, framkvæma og halda sig við áætlun. Við sveitarforingjar erum bara ansi stolt af þessum hóp.

Aðalfundur 2023

By Fréttir

Aðalfundur Hraunbúa 2023 fer fram í Hraunbyrgi þriðjudaginn 28. febrúar 2023 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins. 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

  1. a)      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. b)      Skýrsla stjórnar.
  3. c)      Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
  4. d)      Umræður um framlagðar skýrslur.
  5. e)      Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
  6. f)       Lagabreytingar.
  7. g)      Kynning frambjóðenda.
  8. h)      Kosning stjórnar.
  9. i)       Kosning tveggja varamanna stjórnar
  10. j)       Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
  11. k)      Kosning þriggja manna í laganefnd.
  12. l)       Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
  13. m)     Kosning skálanefndar.
  14. n)      Önnur mál.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa: 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is
Erna Mjöll Grétarsdóttir, s. 897 3763 ernamjoll@hotmail.com
Sindri Friðriksson, s. 862 1680 sindri@hraunbuar.is

Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur.

Aðalfundur 2022

By Fréttir

Aðalfundur Hraunbúa 2022 fer fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 24. febrúar 2022 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins. 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

  1. a)      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. b)      Skýrsla stjórnar.
  3. c)      Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
  4. d)      Umræður um framlagðar skýrslur.
  5. e)      Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
  6. f)       Lagabreytingar.
  7. g)      Kynning frambjóðenda.
  8. h)      Kosning stjórnar.
  9. i)       Kosning tveggja varamanna stjórnar
  10. j)       Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
  11. k)      Kosning þriggja manna í laganefnd.
  12. l)       Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
  13. m)     Kosning skálanefndar.
  14. n)      Önnur mál.

Ekki verður boðið upp á veitingar í þetta sinn, allir eru hvattir til að huga að eigin sóttvörnum. Spritt verður á staðnum. Ef sóttvarnir eru takmarkandi verður Hraunbyrgi skipt í svæði eftir þörfum. Fundinum verður streymt fyrir áhugasama en atkvæði verða einungis tekin gild á staðnum, ekki verður boðið upp á rafræna kosningu.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa: 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is
Guðni Gíslason, s. 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is
Kristján Ingi Þórðarson, s. 695 4250 kristjan@hraunbuar.is

Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur.

Dróttskátastarf!

By Fréttir, Greinar

Haustið er komið og skátastafið farið í gang.

Dróttskátar í Hraunbúum byrjuðu vetrarstarfið með stæl og drifu sig um helgina til Hveragerðis í fyrstu útileguna. 

Það var stór hópur af mjög svo hressum krökkum sem gistu tvær nætur í skátaheimili Stróks i Hveragerði, gengu upp í Reykjadal, fóru í sund, spiluðu, horfðu á bíómyndir og gerðu ótalmargt fleira skemmtilegt.

Dróttskátar eru krakkar á í 8.-10. bekk og miðast starfið hjá þeim að miklu leyti við að þau skipuleggji sitt starf sjálf með aðstoð foringja. Þetta eru hressir krakkar sem skortir ekki hugmyndaflugið, kætina eða áræðnina og stefna þau á sjósund í næstu viku.

Við eru endalaust stolt af þessum kraftmiklu og glöðu skátum og hlökkum til að starfa með þeim í vetur.

Vetrarstarf 2021-2022

By Fréttir

Drekaskátar fyrir börn fædd 2012 og 2013

Fundir: þriðjudagar kl: 17:30 – 18:30

Fyrsti fundur: 7. september (frítt að prófa í september)

Sveitaforingjar: Brynhildur, Hrafnhildur og Valdís Huld

Frekari upplýsingar: brynhildur@hraunbuar.is

STARF DREKASKÁTA

Skátarnir fást við margvísleg viðfangsefni á drekaskátaaldri. Þá einbeita
skátarnir sér að mestu leyti að leikjum og skemmtilegum verkefnum
sem styrkja ýmsa dýrmæta eiginleika svo sem traust, þolinmæði,
samvinnu, samkennd og sjálfsbjargarviðleitni. Á þessum yngstu árum í
skátastarfi öðlast skátarnir grunn í allskyns færni sem þau skerpa enn
fremur á efri aldursbilum. Þrátt fyrir ungan aldur eru skyndihjálp,
útieldun, rötun, náttúruvitund og útivera í ýmsum aðstæðum á meðal
þess sem drekaskátar fá að reyna.

VIKULEGIR HITTINGAR DREKASKÁTA

Yfir starfsárið hittast drekaskátar vikulega í skátaheimilinu. Dagskráin er fjölbreytt yfir árið en tekur iðulega mið af áhuga og getu hópsins ásamt árstíð hverju sinni. Á þessum vikulegu fundum kynnast skátarnir sífellt betur og öðlast smám saman færni til að takast á við stærri áskoranir.

VIÐBURÐIR

Drekaskátar fara gjarnan í styttri ferðir og útilegur með sínu skátafélagi
en taka síðan þátt í hluta af lengri ferðum með eldri skátum félagsins
s.s. félagsútilegum og skátamótum þar sem þau upplifa hvað bíður
þeirra á efri aldursbilum skátastarfs. Á vegum Bandalags íslenskra
skáta, landssamtaka skátafélaganna, eru árlega haldnir tveir viðburðir
fyrir drekaskáta. Drekaskátadagurinn er í mars og er dagsviðburður þar
sem drekaskátar af öllu landinu koma saman og spreyta sig á ýmsum
fjörugum áskorunum. Á hverju ári tekur eitt skátafélag viðburðinn að
sér og býður öllum drekaskátum landsins og því fer viðburðurinn fram á ólíkum stað hverju sinni. Drekaskátamót er síðan haldið í júní á hverju ári. Mótið er vanalega haldið á Úlfljótsvatni þar sem drekaskátar af öllu landinu koma saman, reisa tjaldbúð, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og gista eina nótt í tjaldi.

Fálkaskátar fyrir börn fædd 2009, 2010 og 2011

Fundir: mánudagar kl: 17 – 18:30

Fyrsti fundur: 6.september (frítt að prófa í september)

Sveitarforingjar: Thelma Karen og Daníel

Nánari upplýsingar: thelma-karen@hotmail.com,
daniel@hraunbuar.is

STARF FÁLKASKÁTA

Ýmislegt nýtt býðst skátum þegar þau komast á fálkaskátaaldur.
Fálkaskátar byrja að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í
eigin helgarferðir með jafnöldrum í sínu félagi ásamt því að geta í fyrsta
sinn tekið þátt í ýmsum landslægum viðburðum eins og
fálkaskátadeginum og Landsmóti skáta. Á þessum aldri fá skátarnir
meiru ráðið um eigin dagskrá og geta mótað dagskráráherslur eftir því
hvar þeirra eiginn áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist,
ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar
öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem styrkja
samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi.

VIKULEGIR HITTINGAR FÁLKASKÁTA

Yfir starfsárið hittast fálkaskátarnir vikulega í skátaheimilinu. Skátarnir hafa aðgengi að allskyns tilbúinni dagskrá til að velja úr eða aðlaga eftir eigin höfði en fá einnig tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd.

VIÐBURÐIR

Fálkaskátar fara í ýmsar ferðir. Þetta geta verið styttri dagsferðir þar
sem spennandi útivistamöguleikar í nærumhverfinu eru kannaðir og
lengri útilegur fara að skipa stærri sess í starfi fálkaskáta. Fálkaskátar
fara í félagsútilegu í október/nóvember þar sem gist er í tvær nætur í
skála. Á vorin er vormót Hraunbúa þar sem gist er tvær nætur í tjaldi.

LANDSMÓT SKÁTA

Fálkaskátar eru yngstu skátarnir sem fá að taka þátt í Landsmóti skáta
sem fer fram á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum
við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára
þar sem skátafélög af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það
má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá
mótsins því jafnan hin glæsilegasta.

Dróttskátar fyrir unglinga fædda 2006, 2007 og 2008

Fundir: mánudagar kl: 19 – 20:30

Fyrsti fundur: 6. september (frítt að prófa í september)

Sveitarforingjar: Sandra, Sindri, Kristján, Harpa og Erna

Nánari upplýsingar: sandra@hraunbuar.is, kristjan@hraunbuar.is

UM STARF DRÓTTSKÁTA

Fjölmargir nýir möguleikar bjóðast skátum þegar þau komast á
dróttskátaaldur. Þau geta tekið þátt í fjölda viðburða víðsvegar um
landið sem þau gátu ekki sótt áður sökum aldurs ásamt því að fá sín
fyrstu tækifæri til að ferðast á skátamót erlendis. Dróttskátar eru í
virkara samráði við sína foringja um eigið starf og hljóta þannig aukið
frelsi til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Samhliða því vex
ábyrgð þeirra á eigin starfi og á starfinu í skátafélaginu. Margir skátar
taka sín fyrstu skref í foringjastörfum á þessum aldri og stendur því til
boða að taka þátt í ýmsum námskeiðum tengd foringjastörfum. Í
dróttskátastarfinu fá ungmenni tækifæri til að ferðast og spreyta sig á
krefjandi verkefnum í hópi jafnaldra sem að standa þétt saman í
starfinu. Þau kynnast ekki bara öðrum og ýmislegu um samskipti og
samstarf. Þau kynnast líka sjálfum sér, eigin verðugleikum og getu í
fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Yfir starfsárið hittast dróttskátarnir
vikulega á mánudögum kl: 19 í skátaheimilinu.

LANDSMÓT SKÁTA

Dróttskátar geta tekið þátt í Landsmóti skáta með sínu skátafélagi líkt
og fálkaskátar en á dróttskátaaldri er dagskráin ólík þeirri sem yngri
skátarnir taka þátt í. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á
Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót
fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátar af öllu landinu koma saman
og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til
tjaldað og er dagskrá mótsins því hin glæsilegasta.