Hraunbúar fjárafla fyrir ferð á Jamboree í Suður-Kóreu
Það eru 24 Hraunbúar á aldrinum 14-18 ára á leið á Jamboree (Alheimsmót skáta) í Suður-Kóreu í sumar. Mótið sjálft eru 12 dagar auk nokkurra daga í Seoul og ferðadaga, í allt eru þetta næstum þrjár vikur og svona ferð kostar sitt eða um 700 þúsund á mann, já þið lásuð rétt, þetta er dágóð upphæð fyrir unga skáta. Inn í þessari upphæð er þó allt innifalið, flug, gisting, matur, búnaður á mótinu (tjöld og eldunarbúnaður). Það er ljóst að þetta verður mikið ævintýri sem hver skáti hefur aðeins eitt tækifæri til að upplifa sem þáttakandii, hægt er að fara aftur en þá sem sjálfboðaliði eða foringi/fararstjóri.
Til að safna fyrir þessari ferð hafa Hraunbúarnir verið duglegir við að fjárafla síðasta árið og nú á föstudaginn var stærsta fjáröflunin hingað til.
Skátarnir blésu til fjáröflunarkvöldverðs. Þau skipulögðu frábært kvöld með fordrykk og þriggja rétta máltíð, tónlistar- og skemmtiatriðum. Sáu sjálf (með aðstoð foreldra og foringja) um að undirbúa, skreyta salinn, leggja á borð, undirbúa skemmtiatriði, sjá um veislustjórn, búa til myndasýningu, elda matinn, baka eftirréttinn, bera fram matinn, vaska upp og ganga frá. Matseðillinn var ekki af verri endanum, rjómalöguð sveppasúpa og og brauð í forrétt, lambalæri með bernaise, aspas, bökuðum kartöflum og sallati í aðalrétt og frönsk súkkulaðikaka með jarðarberjum og rjóma í eftirrétt.
Lagt var upp með háleit markmið um að kannski tækist að selja allt að 80 miða og það gekk eftir, akkúrat 80 miðar seldust, það var fullt hús, fullt af fólki, gleði, þakklæti og fjöri.
Til að svona kvöld beri sig þarf á miklum stuðningi að halda og skátarnir fengu hann svo sannarlega hjá nokkrum fyrirtækjum sem lögðu okkur lið með matargjöfum og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir stuðninginn.
Esja – sem gaf okkur kjötið
Innes – sem gaf okkur grænmeti, jarðarber og sósu
Nói Sirius – sem gaf okkur súkkulaði í kökurnar
Pottagaldrar – sem gáfu okkur kryddið á kjötið
Sjávargrillið – sem gaf okkur gjafabréf sem við buðum upp og aflaði fjár þannig
Fjarðarkaup – sem gaf okkur egg í kökurnar og grænmeti og jarðarber
Krónan – sem gaf okkur blóm til að skreyta salinn
MS – sem gaf okkur afslátt af vörum
Klási – sem gaf okkur þurrkaða sveppi í súpuna
Takk fyrir stuðninginn þið sem gáfuð og mættuð, þetta var ómetanlegt kvöld sem mun seint gleymast enda mikill lærdómur í því falinn að skipuleggja og halda svona veislu.
Skátakveðja, Jamboreefarar
Recent Comments