Skip to main content
Category

Fréttir

Hvað geri ég í skátunum?

By Fréttir

Í skátunum förum við að sjálfsögðu í útilegur því skátastarfið er mest úti. Ég er búinn að vera í skátunum í um það bil eitt og hálft ár og það hefur verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu. Við förum í allskonar útilegur og mín persónulega uppáhalds útilega var í Vindáshlíð og Bláfjöllum.  Ferðin í Vindáshlíð er ein af mínum uppáhalds af því að þar fékk ég að kynnast skátafélögum mínum (þú færð að kynnast nýjum vinum líka ef þú byrjar í skátunum) og líka með Bláfjöll, þar kynntist ég líka nýju fólki. 

Það eru skátafundir í hverri viku og stundum tvisvar í viku og við gerum allskonar á fundum eins og að vinna að og safna færnimerkjum, við getum gert nánast hvað sem við viljum. Við förum í fjallgöngur og venjulegar göngur og stundum í útieldun (en við þrífum alltaf eftir okkur) og við gerum margt mismunandi, til dæmis klifur, sjósund og fleira.

Svo eru Landsmót, á þau koma skátar frá mörgum löndum og tjalda með íslenskum skátum. Þar er mjög gaman og margt gert eins og kvöldvökur, fara á báta, klifur og fleira. Ef þú ert í skátunum þá myndi ég mæla með  því að skrá þig á næsta Landsmót. Svo eru fjáraflanir fyrir til dæmis Alheimsmót sem verður 2027 og ég stefni á að fara þangað.

Elvar Berg Helgason dróttskáti

Útilífsskóli Hraunbúa

By Fréttir

Útilífsskóli Hraunbúa býður upp á útilífsnámskeið fyrir 8-12 ára (fædd 2012-2016)

Við leggjum upp með að vera með sitt hvort prógrammið fyrir dagsferðaviku
og útileguviku svo ef börn eru skráð á bæði námskeiðin fá þau sitt hvora
dagskrána.

Upplýsingar:

Námskeiðin hefjast kl. 09:00 í Skátaheimili Hraunbúa, Hjallabraut 51 og lýkur kl. 16:00 á sama stað (á viku B er sólarhringsútilega frá fimmtudegi til föstudags og eru börnum skutlað og sótt á Hvaleyrarvatn). Á föstudögum er heimferð klukkan 14 í A vikum og klukkan 12 í B vikum. Þátttakendur þurfa að koma klæddir eftir veðri því gert er ráð fyrir útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan og skemmtilegan dag.

Dagskrá er háð breytingum og upplýsingagjöf verður í hámarki.


Í viku A er áhersla lögð á útiveru í nágrenni Hraunbyrgis (Skátaheimili Hraunbúa) og náttúruna hér í kring. Vikunni lýkur svo með uppgjörshátíð á
síðasta degi. Dagskrá lýkur klukkan 14 á föstudeginum. 

Í viku B er lögð áhersla á samvinnu, hópefli og útiveru. Vikunni lýkur svo með einnar nætur tjaldgistingu við Hvaleyrarvatn þar sem krakkarnir fá að kynnast tjaldbúðarlífi. Krökkunum er skutlað upp að Hvaleyravatni klukkan 10 og dagskrá lýkur klukkan 12 daginn eftir á Hvaleyravatni. 

Vika 1 – 10-14 júní – A vika

Víka 2 – 18-21 júní (frí 17 júní) B vika

Vika 3 – 24-28 júní – A vika

Vika 4 – 1-5 júlí – B vika

Vika 5 – 8-11 júlí (frí 12 júlí) – B vika

Skráning er hér: https://www.abler.io/shop/hraunbuar/1

Vormót Hraunbúa 2024

By Fréttir

Vormót Hraunbúa verður haldið um Hvítasunnuhelgina 17.-20. maí á Hamranesi.
Það verður fjölbreytt dagskrá í boði og Rimmugýgur ætlar að vera með okkur að venju.
Endalaust kakó í kakótjaldinu, foreldrar velkomnir að koma og vera í fjölskyldubúðum með yngri systkini.
Það er ekkert betra en Vormót til að starta ævintýra- og útilegusumrinu.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Skráning er hér: https://www.abler.io/shop/hraunbuar/1

Aðalfundur 2024

By Fréttir

Aðalfundarboð

Aðalfundur Hraunbúa 2024 fer fram í Hraunbyrgi þriðjudaginn 27. febrúar 2024 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins. 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

  1. a)      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. b)      Skýrsla stjórnar.
  3. c)      Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
  4. d)      Umræður um framlagðar skýrslur.
  5. e)      Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
  6. f)       Lagabreytingar.
  7. g)      Kynning frambjóðenda.
  8. h)      Kosning stjórnar.
  9. i)       Kosning tveggja varamanna stjórnar
  10. j)       Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
  11. k)      Kosning þriggja manna í laganefnd.
  12. l)       Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
  13. m)     Kosning skálanefndar.
  14. n)      Önnur mál.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa: 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is
Erna Mjöll Grétarsdóttir, s. 897 3763 ernamjoll@hotmail.com
Sindri Friðriksson, s. 862 1680 sindri@hraunbuar.is

Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur.

Auka-aðalfundur 2023

By Fréttir

Aðalfundarboð – Aukafundur

Auka-aðalfundur Hraunbúa 2023 fer fram í Hraunbyrgi mánudaginn 19. júní 2023 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins. 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Dagskrá aukafundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
  3. Kosning stjórnar (einungis er kosið í eitt sæti í stjórn)
  4. Önnur mál.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa: 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is
Erna Mjöll Grétarsdóttir, s. 897 3763 ernamjoll@hotmail.com
Sindri Friðriksson, s. 862 1680 sindri@hraunbuar.is

Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Drekaskátamót 2-4 Júní

By Drekaskátar, Fréttir, Viðburðir

Kæru forráðamenn. Það styttist í drekaskátamótið sem haldið verður að Úlfljótsvatni 2.-4. júní næstkomandi. Mótið er fyrir alla skáta 7-9 ára á Íslandi. Skráningarfrestur er 4. maí og eru allar nánari upplýsingar að finna í meðfylgjandi bréfi. Einnig er hér hlekkur beint á viðbótarupplýsingar um mótið. https://skatarnir.is/vidburdir/drekaskatamot-2023/ Eins og fram kemur í bréfinu þarf að skrá sig á tveimur stöðum. Hér í þessum viðburði og á https://www.sportabler.com/shop/skatarnir Mikilvægt er að skrá sig fyrir þennan tíma til að geta undirbúið mótið vel. Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið okkur línu. Við vonum að sem flestir mæti og upplifi stemmninguna á skátamóti.

Fjölskyldur skátanna eru velkomnar að mæta líka og gista á öðrum stað á svæðinu og fylgjast með úr fjarlægð.

Hellaskoðun Dróttskáta

By Fréttir

Nú er orðið bjart á fundartíma dróttskáta og hægt að fara í allskonar ævintýri fram eftir kvöldi.

Í gær fóru dróttskátarnir í hellaskoðun í fínu veðri þrátt fyrir smá úrkomu.

Við fórum í tvo hella og í öðrum þeirra gátum við komið okkur vel fyrir og fengið okkur heitt kakó með rjóma og kex, alltaf ævintýri, alltaf gaman.