Í skátunum förum við að sjálfsögðu í útilegur því skátastarfið er mest úti. Ég er búinn að vera í skátunum í um það bil eitt og hálft ár og það hefur verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu. Við förum í allskonar útilegur og mín persónulega uppáhalds útilega var í Vindáshlíð og Bláfjöllum. Ferðin í Vindáshlíð er ein af mínum uppáhalds af því að þar fékk ég að kynnast skátafélögum mínum (þú færð að kynnast nýjum vinum líka ef þú byrjar í skátunum) og líka með Bláfjöll, þar kynntist ég líka nýju fólki.
Það eru skátafundir í hverri viku og stundum tvisvar í viku og við gerum allskonar á fundum eins og að vinna að og safna færnimerkjum, við getum gert nánast hvað sem við viljum. Við förum í fjallgöngur og venjulegar göngur og stundum í útieldun (en við þrífum alltaf eftir okkur) og við gerum margt mismunandi, til dæmis klifur, sjósund og fleira.
Svo eru Landsmót, á þau koma skátar frá mörgum löndum og tjalda með íslenskum skátum. Þar er mjög gaman og margt gert eins og kvöldvökur, fara á báta, klifur og fleira. Ef þú ert í skátunum þá myndi ég mæla með því að skrá þig á næsta Landsmót. Svo eru fjáraflanir fyrir til dæmis Alheimsmót sem verður 2027 og ég stefni á að fara þangað.
Elvar Berg Helgason dróttskáti