Á föstudagskvöldið, þann 24. mars. Munu Drótt- og Rekkaskátar í Hraunbúum sem stefna á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu í sumar halda fjáröflunarkvöldverð. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð, skemmtiatriði, tónlistaratriði og gleði. Öll eru velkomin, til að tryggja sér miða er hægt að hafa samband við starfsmann eða dróttskátaforingja eða senda skilaboð.