Skátastarf Hraunbúa er að byrja aftur eftir sumarfrí!
Hjá Hraunbúum er skátastarf fyrir allan aldur og við hvetjum alla til að kíkja við og kynnast okkur.
Frítt að prófa í september en nauðsynlegt að skrá börnin á Sportabler.
Skátastarf Hraunbúa er að byrja aftur eftir sumarfrí!
Hjá Hraunbúum er skátastarf fyrir allan aldur og við hvetjum alla til að kíkja við og kynnast okkur.
Frítt að prófa í september en nauðsynlegt að skrá börnin á Sportabler.
Kæru forráðamenn. Það styttist í drekaskátamótið sem haldið verður að Úlfljótsvatni 2.-4. júní næstkomandi. Mótið er fyrir alla skáta 7-9 ára á Íslandi. Skráningarfrestur er 4. maí og eru allar nánari upplýsingar að finna í meðfylgjandi bréfi. Einnig er hér hlekkur beint á viðbótarupplýsingar um mótið. https://skatarnir.is/vidburdir/drekaskatamot-2023/ Eins og fram kemur í bréfinu þarf að skrá sig á tveimur stöðum. Hér í þessum viðburði og á https://www.sportabler.com/shop/skatarnir Mikilvægt er að skrá sig fyrir þennan tíma til að geta undirbúið mótið vel. Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið okkur línu. Við vonum að sem flestir mæti og upplifi stemmninguna á skátamóti.
Fjölskyldur skátanna eru velkomnar að mæta líka og gista á öðrum stað á svæðinu og fylgjast með úr fjarlægð.
Recent Comments