Skip to main content
All Posts By

Guðni

Hraunbúar á Vetrarskátun hjá Klakki

By Fréttir


Á sunnudagskvöld sofnuðu 10 vel þreyttir skátar í Hafnarfirði eftir krefjandi helgarnámskeið fyrir norðan á vegum Klakks á Akureyri.

Þrátt fyrir appelsínurna viðvörun og óvissustig Almannavarna þá voru yfir 40 skátar á námskeiði í Vetrarskátun á Hrafnagili um síðustu helgi.

Þau fræddust um útbúnað, klæðnað, veður, næringu, snjóflóð, skyndihjálp og fleira. Elduðu megnið af sínum máltíðum utandyra, fóru í áttavitaæfingar, byggðu snjóskýli og tjölduðu.

Þetta var krefjandi, ævintýralegt og vel skipulagt námskeið. Skátarnir fóru heim með mikla reynslu og góðar minningar.

Takk Klakkur.

Fleiri myndir má finna á Instagramsíðu Hraunbúa.

Í útilegu í krefjandi veðri

By Fréttir

Dróttskátasveitin Castor fór í sveitarútilegu um síðustu helgi í krefjandi veðri en það kom ekki að sök þar sem Lækjarbotnar héldu vel utan um hópinn.

Á föstudag mættu til leiks 15 hressir dróttskátar tilbúnir í ævintýri helgarinnar og ævintýrin létu ekki á sér standa því strax á föstudagskvöldu voru skátarnir svo heppnir að einn foringi pikkfesti bílinn sinn í krapasnjó rétt fyrir neðan skálann. Skátarnir létu ekki bíða eftir sér og ruku út með skóflur og krafta í kögglum og mokuðu svo vel frá bílnum að ekkert mál var að aka honum alla leið upp að skála innan skamms.

Skátarnir sjálfir sáu um alla skipulagningu fyrir þessa ferð, bæði mat og dagskrá. Þeim fórst þetta einstaklega vel úr hendi. Þar sem ekki útlit fyrir gott gönguveður eða færð var dagskráin sniðin að því og mikið var um flókna leiki bæði utan og innandyra.

Maturinn sem var í boði skátanna var algjör sælkeramatur og hvergi var farið auðveldu leiðina, meira að segja taco kökurnar voru gerðar frá grunni. Þetta er hópur sem kann gott að meta og er óhræddur við að reyna nýja hluti.

Í eldhúsinu í Lækjarbotnaskálanum

Það er gaman að sjá hvað þessi hópur er orðinn duglegur að skipuleggja, skipta með sér verkum, framkvæma og halda sig við áætlun. Við sveitarforingjar erum bara ansi stolt af þessum hóp.