Haustið hefur farið vel með Hraunbúa.
Starfið fer af stað af miklumm krafti, mikill fjöldi skáta hefur mætt aftur eftir sumarfrí auk þess sem nýjir skátar hafa mætt til leiks.
Hraunbúar taka glaðir á móti þeim sem vilja kynna sér starfið og prófa.
Skráning er opin á abler https://www.abler.io/shop/hraunbuar/1 sumar sveitir eru nú þegar orðnar fullar en það er hægt að skrá sig á biðlista og við munum reyna okkar besta til að bjóða upp á starf fyrir alla áhugasama.
September hefur verið einstaklega ljúfur sem hefur gert okkur keypt að leita ævintýra utandyra. Starfið er farið af stað í öllum sveitum – upplýsingar um það er að finna hér https://hraunbuar.is/sveitirnar/fjolskylduskatar/
Framundan er félagsútilega í Kirkjulækjarkoti í byrjun október, það er viðburður sem enginn Hraunbúi vill missa af.
Spennandi starfsár framundan sem hægt er að fygjast með á samfélagsmiðlum eða koma og taka þátt í.








