Skip to main content

Skátafélagið Hraunbúar fagnar 100 ára afmæli!

Þann 22. febrúar 2025 fögnum við 100 ára afmæli Skátafélagsins Hraunbúa og óslitnu skátastarfi í Hafnarfirði í heila öld!

Af því tilefni bjóðum við til afmælishátíðar í Hraunbyrgi, Hjallabraut 51, Hafnarfirði.

Dagskrá dagsins:

13:30 – Húsið opnar

14:00 – Formleg dagskrá í salnum

14:30-16:00 – Skátasveitir kynna starfsemi sína um allt húsið

15:00-16:00 – Boðið upp á kaffiveitingar

16:00 – Hátíðarkvöldvaka með skátasöngvum og afmælisdagskrá

17:00 – Hátíðinni lýkur

Hlökkum til að sjá sem flest!