Skip to main content


Á sunnudagskvöld sofnuðu 10 vel þreyttir skátar í Hafnarfirði eftir krefjandi helgarnámskeið fyrir norðan á vegum Klakks á Akureyri.

Þrátt fyrir appelsínurna viðvörun og óvissustig Almannavarna þá voru yfir 40 skátar á námskeiði í Vetrarskátun á Hrafnagili um síðustu helgi.

Þau fræddust um útbúnað, klæðnað, veður, næringu, snjóflóð, skyndihjálp og fleira. Elduðu megnið af sínum máltíðum utandyra, fóru í áttavitaæfingar, byggðu snjóskýli og tjölduðu.

Þetta var krefjandi, ævintýralegt og vel skipulagt námskeið. Skátarnir fóru heim með mikla reynslu og góðar minningar.

Takk Klakkur.

Fleiri myndir má finna á Instagramsíðu Hraunbúa.