Skip to main content
Monthly Archives

November 2025

Þrír Hraunbúar fengu Forsetamerkið.

By Fréttir

Sunnudaginn 2. nóvember fengu 3 skátar í Hraunbúum Forsetamerkið á Bessastöðum.

Forsetamerkið er endapunktur á þriggja ára ferðalagi þar sem þau vinna fjöldann allann af krefjandi verkefnum sem eru þroskandi, skemmtileg, ævintýraleg og stundum erfið. Þetta eru fjölbreytt verkefni allt frá því að líta inn á við og skoða sjálfan sig upp í að ferðast 45km. á eigin afli. Sum verkefnin taka hálft ár en önnur eina kvöldstund.

Öll eru þessi verkefni skráð í til þess gerða bók sem er svo metin af starfsráði og í hana kvitta svo bæði skátahöfðingi Íslands og forseti Íslands.

Við erum mjög stolt af þeim Dagnýju, Ingu Dís og Loga fyrir að hafa unnið þetta risastóra verkefni með þrautsegju, gleði og elju. Við erum þakklát fyrir þeirra störf og vonum að við fáum að starfa með þeim lengi enn.