Fjölskylduskátastarf býður fjölskyldum tækifæri til að njóta samverustunda í náttúrunni og upplifa skátastarf á skemmtilegan og uppbyggjandi hátt. Starfið hentar öllum aldri og veitir börnum og fullorðnum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem styrkja tengsl innan fjölskyldunnar og við umhverfið.
Fundir eru annan sunnudag í mánuði. Klukkan 11:00 – 13:00. Með vorinu bætast auka fundir við og verða tveir fundir í apríl og maí. Fyrsti fundur verður haldinn sunnudaginn 12. janúar 2025.
Fundir vorið 2025:
12 janúar
9 febrúar
9 mars
13 apríl
27 apríl
11 maí
25 maí
Vormót Hraunbúa 5-8 júní.
Einungis þarf að skrá börnin en ekki forráðamenn þeirra. Í félagsgjaldi er innifalið mánaðarleg fundardagskrá og skátaklútur fyrir börnin. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja einnig fá klút verður í boði að kaupa þá hjá foringjum.
Börnin þurfa ávallt að vera í fylgd með fullorðnum á fundum.
Meira um fjölskylduskátana: https://hraunbuar.is/sveitirnar/fjolskylduskatar/
https://skatarnir.is/skilmalar/
Recent Comments