Skip to main content

Aðalfundarboð

Aðalfundur Hraunbúa 2025 fer fram í Hraunbyrgi miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins. 

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

  1. a)      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. b)      Skýrsla stjórnar.
  3. c)      Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
  4. d)      Umræður um framlagðar skýrslur.
  5. e)      Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
  6. f)       Lagabreytingar.
  7. g)      Kynning frambjóðenda.
  8. h)      Kosning stjórnar.
  9. i)       Kosning tveggja varamanna stjórnar
  10. j)       Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
  11. k)      Kosning þriggja manna í laganefnd.
  12. l)       Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
  13. m)     Kosning skálanefndar.
  14. n)      Önnur mál.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa: 

Harpa Hrönn Grétarsdóttir, s. 846 3623 harpa@hraunbuar.is
Erna Mjöll Grétarsdóttir, s. 897 3763 ernamjoll@hotmail.com
Sindri Friðriksson, s. 862 1680 sindri@hraunbuar.is

Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur.