Aðalfundur Hraunbúa
Aðalfundur Hraunbúa fór fram 18. febrúar síðastliðin í Hraunbyrgi. Þá bar helst til tíðinda breytingar á stjórn en nokkur endurnýjun var á stjórnarfólki í ár.
Einnig fékk flottur hópur Hraunbúa afhent heiðursmerki.
Hrafnhildur Ýr Hafsnteinsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér í stöðu félagsforingja aftur, Una Guðlaug Sveinsdóttir gaf ekki kost á sér í stöðu ritara aftur og Berglind Mjöll Jónsdóttir gaf ekki kost á sér í stöðu meðstjórnanda aftur.
Bjarni Freyr Þórðarson, aðst.félagsforingi, bauð sig fram í stöðu félagsforingja, Andri Már Reynisson bauð sig fram í stöðu aðst.félagsforingja í stað Bjarna til eins árs. Harpa Kolbeinsdóttir bauð sig fram í stöðu ritara. Eyþór Orri Óskarsson færir sig til í stöðu meðstjórnanda og Birna Sigurðardóttir bauð sig fram í stöðu meðstjórnanda til eins árs.
Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir og Guðmundur Sigurðsson buðu sig fram sem varamenn.
Engin mótframboð komu og voru því allir sjálfkjörnir.
Eftirfarandi fengu afhent heiðursmerki Hraunbúa
-Berglind Mjöll Jónsdóttir – Bronsmerki
-Guðmundur Sigurðsson – Silfurmerki
-Guðrún Stefánsdóttir – Gullmerki
-Una Guðlaug Sveinsdóttir – Gullmerki
-Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir – Emilerað merki
Ársskýrsluna og Fundargerð má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Recent Comments