Skip to main content

Skátaskálinn Hverahlíð

Kæru skátar, nú er komið að vendipunkti í tíma Hverahlíðar. Skálinn hefur staðið frá árinu 1946, staðið af sér veður og vind í öll þessi ár. Þegar við í skálanefnd lögðum af stað í enn eina uppgerðina á skálanum fyrir nokkrum árum kom í ljós að húsið var í töluvert verra standi en talið var og ekki talið viðgerðarhæft, í framhaldinu var haldin félagsfundur og niðurstaða þeirra fundar var að byggja nýtt hús. Samhliða þessu var ákveðið að finna húsinu nýjan stað og þá helst í upplandi Hafnarfjarðar. Núna erum við í góðu samstarfi við bæinn að finna lóð undir húsið samhliða aðalskipulagsbreytingum í bænum.
Skálanefnd hefur unnið undirbúningsvinnu við niðurrif á skálanum síðustu vikur og er nú búið að semja við verktaka og sækja um leyfi fyrir niðurrifi, það er því ljóst að húsið verður rifið á næstu dögum eða vikum. Það fer þá hver að verða síðastur að bera þennan fallega skála augum og rifja upp allar þær stundir sem hafa átt sér stað í þessu húsi.

Við erum spennt fyrir framhaldinu og hlökkum til að byrja uppbyggingu á nýjum skála við fyrsta tækifæri, nú þegar er búið að hanna húsið og semja um fjármögnun að mestum hluta. Þó hlakkar okkur mest til að búa til nýjar minningar á nýjum stað, þó með sama skálaheiti Hverahlíð.

Upplýsingarnar hér fyrir neðan eru þá einungis fyrir sögulegt gildi.

Nafn: Hverahlíð
Svefnpláss: 15

Leiðarlýsing: 
Sunnan Kleifarvatns á Reykjanesi. Keyrt er frá Hafnarfirði í gegnum Helluhverfið og í átt að Vatnsgarðsnámum. Þaðan er haldið áfram og keyrt á vegi 42 vestan við Kleifarvatn. Vegurinn er ekki fær allan ársins hring og því er gott að skoða værð á vegum hjá Vegagerðinni. Þegar komið er að enda Kleifarvatns er beygt vinstri við blátt skilti sem á stendur ‘Hverahlíð’.

Umhverfi: 
Skálinn stendur á hitasvæði og er heitur hver við hliðina á honum, en hitastigið í hvernum lækkaði talsvert í kjölfar Suðurlandsskjálftanna en hefur hækkað hægt og rólega með tímanum og er því­ uppálagt að baka sér rúgbrauð í leirnum. Einnig er hægt að baka brauð í Engjahver að stóahver sem er einungis tekur hálftíma að labba að.

Í nágrenni skálans er nánast allt sem skátinn getur hugsað sér, vatn, fjöll, hverir, heitur pottur og margt, margt fleira. Það er ekki alvöru Hverahlíðarútilega nema farið sé ípottinn, en potturinn er ígöngufæri frá skálanum. Til að komast að pottinum er farið út að Krýsuvíkurveg og labbað íátt að Krýsuvík ísmá tíma og beygt til hægri á litlum vegslóða eftir að komið er framhjá Bleikhól. Þar er hin svokallaða Hraunbúalaug en hún varð margfræg þegar Sí­minn tók upp kollektauglýsingarnar sínar þar.

Skálinn er staðsettur á Reykjanesfólkvangi en hann er um 300 km2 á stærð og langstærsta friðlýsta svæði sinnar tegundar á Íslandi. Reykjanesfólkvangur var friðlýstur árið 1975 en nánar má lesa um það á vef umhverfisstofnunar eða Landverndar. Um fólkvanginn gilda umhverfisreglur sem bera að virða í hvívetna.

Reykjanesfólkvangur | Gönguleiðir kort og lýsingar | Fróðleikur frá Ferlir

Skálinn:
Skálinn er á tveimur hæðum og er efri hæðin svefnloft. Á neðri hæðinni er svo eldhúskrókur, anddyri og rúmgott rými til að sitja saman og borða, spila, halda kvöldvökur og fleira. Skálinn er hitaður upp með kamínu og lýstur upp með 12 volta sólarrafhlöðum. Símasamband er mjög takmarkað en þó eru nokkrir punktar á svæðinu þar sem hægt er að ná sambandi.

Í skálanum er borðbúnaður fyrir 15 manns, gashellur, ísskápur, vaskur en ekki rennandi vatn. Mikilvægt er að koma með vatn með sér. Einnig er kort í skálanum auk staðarlýsingar á Reykjanesfólkvangi.

Útikamar eru steinsnar frá skálanum en inni á honum er rafmagnslýsing sem gengur fyrir áðurnefndum sólarrafhlöðum. Einnig er fánastöng fyrir utan skálann þar sem tilvalið er að halda morgunæfingar og fána.

Um 40m2 viðarpallur er við skálann með litlum skjólveggjum. Kolagrill er á pallinum en leigjandi skaffar sjálfur kol og íkveikilög. Grindur eru á grillinu.

Skálinn er útbúinn bæði gas- og reykskynjurum.

Myndir

GPS hnit:
Hverahlíð: N63 54.273 W22 00.986
Gullbringa: N63 54.557 W21 56.988
Krýsuvíkurkirkja: N63 52.118 W22 03.711