FYRIR 10-12 ÁRA BÖRN, FÆDD 2012 – 2014
Fundir eru einu sinni í viku og val er á milli mánudaga, miðvikudaga eða fimmtudaga klukkan 18:30-20:00. Fyrsti fundur verður haldinn 9. september 2024.
Fundir: Mánudagar kl. 18.30-20:00
Fundir: Miðvikudaga kl. 18.30-20:00
Fundir: Fimmtudaga kl. 18.30-20:00
Starf fálkaskáta
Kjarkur, hugmyndaflug og samvinna
Aukin tækifæri til ferðalaga og möguleikar í dagskrá víkka sjóndeildarhring fálkaskáta sem öðlast víðtæka kunnáttu fyrir framtíðina.
Fálkaskátar byrja að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í eigin helgarferðir með jafnöldrum í sínu félagi ásamt því að geta í fyrsta sinn tekið þátt í ýmsum landslægum viðburðum eins og fálkaskátadeginum og Landsmóti skáta. Á þessum aldri fá skátarnir meiru ráðið um eigin dagskrá og geta mótað dagskráráherslur eftir því hvar þeirra eiginn áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist, ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi.
Vikulegir fundir fálkaskáta
Yfir starfsárið hittast fálkaskátarnir vikulega í skátaheimilinu.
Skátarnir hafa aðgengi að allskyns tilbúinni dagskrá til að velja úr eða aðlaga eftir eigin höfði en fá einnig tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd.
Viðburðir á vegum skátafélagsins
Innan skátafélagsins fara fálkaskátar í ýmsar ferðir. Þetta geta verið styttri dagsferðir þar sem spennandi útivistamöguleikar í nærumhverfinu eru kannaðir, líkt og í starfi drekaskáta og lengri útilegur fara að skipa stærri sess í starfi fálkaskáta.
Á fálkaskátaaldri er byrjað að fara í sveitarútilegur víðsvegar um landið þar sem gist er heila helgi í skátaskálum eða tjöldum. Allur háttur er á dagskrá í slíkum ferðum og hún er iðulega stærri og flottari en sú dagskrá sem rúmast á hefðbundnum skátafundum. Dagskráin er breytileg eftir árstíðum, reynslustigi skátanna og áherslum sveitarinnar. Sveitarútilegur eru vettvangur fyrir fálkaskátana til að kynnast enn betur, þau skapa sameiginlegar minningar og styrkja liðsanda sveitarinnar.
Fálkaskátar byrja líka að fara í félagsútilegur ásamt skátum á eldri aldursbilum í félaginu. Félagsútilegur eru gjarnan einu sinni á önn og í þeim fá fálkaskátar að upplifa að þau tilheyra stærri hóp skáta og fá innsýn í skátastarf efri aldursbila innan skátafélagsins.
Landsmót skáta
Fálkaskátar eru yngstu skátarnir sem fá að taka þátt í Landsmóti skáta sem fer fram á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátafélög af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins því jafnan hin glæsilegasta. Næsta Landsmót mun fara fram á Úlfljótsvatni í júlí 2024.
Landsmót Fálkaskáta
Landsmót fálkaskáta er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð tekur mið af aldursbili fálkaskáta. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, alltaf tveimur árum eftir Landsmót skáta og því er aldrei langt á milli stórra skátamóta.