Skip to main content

FYRIR 8-9 ÁRA BÖRN, FÆDD 2015 – 2016

Fundir eru einu sinni í viku og val er á milli mánudaga eða miðvikudaga klukkan 17:30-18:45. Fyrsti fundur verður haldinn 2. september 2024.

Deilarforingi: Kristjana Þórdís

Grábræður

Fundir: Mánudaga kl. 17:30-18:45
Sveitarforingjar: Birna og Sandra

Rauðúlfar

Fundir: Miðvikudaga kl. 17:30-18:45
Sveitarforingir: Brynhildur og Jóhanna

Starf drekaskáta

Glaðværð, ákefð, forvitni.

Ung en stórhuga fá drekaskátar tækifæri til að spreyta sig og uppgötva
hvers þau eru í raun megnug.

Skátarnir fást við margvísleg viðfangsefni og einbeita sér að mestu leyti að leikjum og skemmtilegum verkefnum sem styrkja ýmsa dýrmæta eiginleika svo sem traust, þolinmæði, samvinnu, samkennd og sjálfsbjargarviðleitni. Á þessum yngstu árum í skátastarfi öðlast skátarnir grunn í allskyns færni sem þau skerpa enn fremur á efri aldursbilum. Þrátt fyrir ungan aldur eru skyndihjálp, útieldun, rötun, náttúruvitund og útivera í ýmsum aðstæðum á meðal þess sem drekaskátar fá að reyna.

Vikulegir fundir drekaskáta

Yfir starfsárið hittast drekaskátar vikulega  í skátaheimilinu. Dagskráin er fjölbreytt yfir árið en tekur iðulega mið af áhuga og getu hópsins ásamt árstíð hverju sinni. Á þessum vikulegu fundum kynnast skátarnir sífellt betur og öðlast smám saman færni til að takast á við stærri áskoranir.

Viðburðir

Drekaskátar fara gjarnan í styttri ferðir og útilegur með sínu skátafélagi en taka síðan þátt í hluta af lengri ferðum með eldri skátum félagsins s.s. félagsútilegum og skátamótum þar sem þau upplifa hvað bíður þeirra á efri aldursbilum skátastarfs. Á vegum Bandalags íslenskra skáta, landssamtaka skátafélaganna, eru árlega haldnir tveir viðburðir fyrir drekaskáta; Drekaskátadagurinn og Drekaskátamótið.
Innan Hraunbúa fá Drekaskátar einnig að kynnast því hvernig er að gista annarsstaðar en heima á gistinótt, og taka þátt í Vormóti Hraunbúa að vori til ásamt öllum öðrum skátum félagsins.

EINKENNI DREKASKÁTA

Klútur drekaskáta er gulur og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur drekaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér fyrstu fjórar greinar skátalaganna.

 

SKÁTALÖG DREKASKÁTA 

Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur 

Aldursmerki drekaskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur drekaskátans þar sem brons er fyrir 7 ára, silfur fyrir 8 ára og gull er fyrir 9 ára