Skip to main content

Fararstjórn samanstendur af 5 einstaklingum með mismunandi bakgrunn í skátastarfi.

Nafn: Agnes Braga Bergsdóttir
Aldur: 52
Hvað gerir þú í dag:
Náms- og starfsráðgjafi í Brúarskóla
Hvers kyns afþreying með fjölskyldunni
Útivera
Kórsöngur


Nafn: Smári Guðnason
Aldur: 34 ára
Hvað gerir þú í dag: Vinn sem innkaupa- og vörustjóri í heildsölu með útivistarvörur. Er félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar og hef starfað þar frá unglingsárum í ýmsum stöðum. Sit nú í stjórn sveitarinnar sem varaformaður. Frítímann reyni ég svo að nota til útivistar með fjölskyldunni t.d. að hjóla og skíða.
Segðu aðeins frá skátaferlinum:
Það má segja að skátaferillinn minn hafi byrjað strax á fyrsta ári, en ég er fæddur inní stóra skátafjölskyldu og fór á fyrsta skátamótið mitt vorið 1989 á Vormót. Það var því skemmtileg stund þegar ég loksins fékk að byrja formlega í ylfingunum á sínum tíma þegar ég varð 9 ára.
Varð ungur flokksforingi í Riddurum og síðar sveitarforingi með pásum í nokkur ár. Hef verið í stjórn félagsins, setið í ráðum fyrir BÍS og er einnig partur af hóp skáta sem kallast Miðjuhópurinn og skipulagði með þeim skátaviðburði nokkur ár í röð.
Hef komið að skipulagningu Vormóts fjölmörg skipti og unnið við Útilífsskóla Hraunbúa.
Afhverju byrjaðir þú í skátunum?
Ég held ég hafi ekki haft val… foreldrar mínir og 2 eldri bræður voru báðir í skátunum og ég ólst upp við skátastarf. Sé ekkert eftir því að hafa mætt á fyrsta ylfingafundinn 9 ára.


Nafn: Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir
Aldur: 24 ára
Hvað gerir þú í dag:
Ég er kennaranemi og vinn sem stuðningsfulltrúi í Mosfellsbæ. Ég hef mikinn áhuga á lestri og sögum. Ég eyði mikið af frítíma mínum í allskonar mismunandi; skátastarf, handavinnu, ferðalög, lestur, handboltaáhorf og núna nýlega Minecraft! 
Segðu aðeins frá skátaferlinum:
Ég byrjaði sem fálkaskáti í Borgarnesi og var þar þangað til fyrsta árið mitt í Dróttskátum. Þá tók ég smá pásu og byrjaði aftur þegar ég var 19 ára. Þá var verið að biðja um foringa í Borgarnesi. Þar var ég með fálka og Dróttskáta og sat í stjórn. Ég byrjaði líka á Gilwell 2019 en náði ekki að klára vegna heimsfaraldurs, en út frá Gilwell fór ég í Hraunbúa og hef verið hér síðan þá! Ég er búin að vera 4 ár með Fálkaskáta og gert ýmislegt skemmtilegt með þeim ásamt því að vinna tvö sumur í útilífsskóla Hraunbúa. 
Afhverju byrjaðir þú í skátunum?
Eins og ég sagði, þá bjó ég í Borgarnesi, það er fremur lítið bæjarfélag og lítið þannig séð í boði. Allir vinir mínir voru í skátunum á meðan ég var í körfubolta. Svo hreinlega skipti ég bara. Ég sá fyrir mér að þetta væri bara eitthvað stuð með vinum mínum, sem þetta svo sannarlega var! 
Uppáhalds minning frá Landsmóti skáta?
Vá, þær eru nokkrar. Ég fór bæði á Landsmót á Úlfljótsvatni og Akureyri. Ég man eftir því að kynnast Svíum mjög vel á Akureyri og er ennþá í samskiptum við þau að einhverju leiti. En á Úlfljótsvatni þá var það örugglega bara stemmningin. Við tjölduðum minnir mig í helli dembu. Það er ennþá eitt af betri minningum mínum. 


Nafn: Thelma Líf Sigurðardóttir
Aldur: 
Hvað gerir þú í dag:
Segðu aðeins frá skátaferlinum:
Afhverju byrjaðir þú í skátunum?


Nafn: Vilhjálmur Þór Sigurjónsson (Villi)
Aldur: 50 ára
Hvað gerir þú í dag: Ég er kerfisstjóri og kennari með viðkomu víða.
Segðu aðeins frá skátaferlinum:
 Ég byrjaði í Borgarnesi, sennilega 1983 eða 4, af því að það voru margir í skátunum og gaman í útilegum. Svo er ég núna kominn aftur eftur tæplega 40 ára í Hraunbúa vegna þess að börnin mín eru í félaginu…
Afhverju byrjaðir þú í skátunum?
Þegar brókunum hennar Íbíar var flaggað í tjaldbúð Langbrókar á landsmóti, sennilega 2012 á Akureyri…

Netfang fararstjórnar er: landsmot@hraunbuar.is