Skúffukaka
Brún Skúffukaka
Úr Royal bæklingi síðan 1954.
380 gr Hveiti
450 gr Sykur
190 gr Smjörlíki Brætt
190 ml mjólk (tæpir 2 dl)
½ tsk Salt
1 ½ tsk Lyftiduft
1 ½ tsk matarsódi
1 ½ tsk Vanilludropar
4 ½ msk Kakó
3 stk egg stór
Öllum þurrefnum blandað saman og vökvin settur í, síðan hrært í 3 mín.
Sett í skúffu (gott að setja smjörpappir í botnin til að festa hann með sjörlíki eða feiti svo hann festist, þá er auðvelt að hvolfa kökunni úr)
Hiti blástursofn 170-180 í ca 25-30 mín.
Nú eru ofnar misjafnir en ef fingur er létt stutt á kökuna á kakan að hefast upp aftur.
Hiti ofn án blásturs 180-200 í ca 30-35 mín og en og aftur eru ofnar misjafnir.
Krem
340 gr Flórsykur
1 stk egg
85 gr smjörlíki Brætt
3 msk Kakó
½ tsk Salt
2 tsk Vanilludropar
Hrært og sett á kökuna kalda.