Þegar skátar heilsast rétt þeir hvor öðrum vinstri hendi – af því að hún er nær hjartanu. Einnig sýnir það traust því eins og menn vita, var hægri höndin ,,vopnahönd” og gátu menn því ekki heilsast og brugðið vopni á sama tíma.
Skátakveðjuna nota skátar þegar þeir heilsa hvor öðrum, hátíðlega, en þá bera þeir hægri hönd að enni, með þrjá útrétta fingur og þumalfingur og vísifingur tengjast saman sem tákn fyrir bræðralagið.