Skip to main content

Stefna í­ ví­muvörnum

Stefna Skátafélagsins Hraunbúa í­ ví­muvörnum

 1. Forvarnargildi skátastarfs
  Skátahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í­ ví­muvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum sem eru virk í­ skátastarfi, reiðir betur af og neyta sí­ður ví­muefna. Hraunbúar vilja efla enn frekar ví­muvarnargildi skátastarfs með því­ að taka skýra stefnu gegn neyslu ví­muefna í­ tengslum við skátun.
  Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um fí­kni- og ví­muefnaneyslu og er þá átt við neyslu tóbaks, áfengis og allra ólöglegra ví­muefna.
 2. Neysla tóbaks og ví­muefna
  Hraunbúar eru andví­gir allri neyslu fí­kni- og ví­muefna skáta og annarra er koma nálægt starfi með börnum á vegum skátafélagsins. Öll neysla fí­kni- og ví­muefna er bönnuð í­ skátaheimili, skátaskála, í­ útilegum og ferðum á vegum félagsins og á skátamótum.
 3. Viðbrögð félagsins við neyslu skáta
  Hraunbúar munu bregðast sérstaklega við allri neyslu skáta undir 18 ára aldri í­ fyrrgreindri starfsemi félagsins. Foreldrar verða undantekningarlaust upplýstir um slí­ka neyslu.
  Varðandi viðbrögð við fí­kni- og ví­muefnaneyslu þeirra sem eru sjálfráða, munu Hraunbúar bregðast við neyslu sem er brot á reglum félagsins (sbr. lið 2) og neyslu sem hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og í­mynd skátafélagsins.
  Viðbrögð Hraunbúa við brotum á reglum þessum verða í­ formi tilmæla og ábendinga. Viðbrögð félagsins munu samt sem áður ávallt mótast af vilja til að aðstoða skátann við að laga sig að reglunum og að hann haldi áfram að starfa innan félagsins.
 4. Hlutverk foringja
  Foringjar skulu starfa eftir fí­kni- og ví­muvarnarstefnu skátafélagsins Hraunbúa, þar með talið að bregðast við fí­kni- og ví­muefnaneyslu á viðeigandi hátt.
  Hraunbúar munu sjá foringjum fyrir fræðsluefni um áhrif fí­kni- og ví­muefnaneyslu á ástundun og frammistöðu í­ skátastarfi sem og á einkalí­f skátans.
  Foringjar skulu framfylgja stefnu skátafélagsins Hraunbúa varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.
 5. Samstarf við foreldra
  Hraunbúar munu upplýsa foreldra um stefnu skátafélagsins í­ fí­kni- og ví­muvörnum. Hraunbúar munu standa að góðu samstarfi við foreldra skáta með fræðslu um neikvæð áhrif fí­kni- og ví­muefna. Hraunbúar munu starfa náið með fagfólki í­ fí­kni- og ví­muvörnum og hafa samráð við foreldra, þurfi að taka á neysluvandamáli skáta undir sjálfræðisaldri.
 6. Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga
  Hraunbúar munu hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga. Hraunbúar muna hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í­ áhættuhópi.