Viltu verða sjálfboðaliði erlendis
Hraunbúar hafa verið mótttökusamtök fyrir Evrópa unga fólksins – sjálfboðaliðasamtökin í mörg ár og hafa verið með allt frá 1 upp í 4 sjálfboðaliða á ári. Við sjáum um allt val og umsóknarferlið og sjáum um að allt gangi vel hjá sjálfboðaliðunum. Þeir vinna svo að Úlfljótsvatni og dvelja þar þá daga sem þeir eru að vinna, en dvelja hjá okkur í Hraunbyrgi þess á milli.
Við erum ekki bara mótttökusamtök, heldur erum við sendisamtök líka. Fullt af spennandi verkefnum fyrir áhugasama sjálfboðaliða sem vilja fara erlendis til styttri eða lengri tíma.
Á slóðinni: http://ec.europa.eu/youth/evs/aod/hei_en.cfm er hægt að skoða hin ýmsu verkefni í boði.
- Velja evt. land
- Type of accreditaion: HOSTING ORGANISATION
- Theme: fer eftir áhugasviði hvers og eins
- Inclusion: Eru verkefni fyrir ungmenni með færri tækifæri eins og það er kallað, en það eru verkefni sérstaklega ætluð ungmennum sem eiga við fjárhagslega, félagslega eða andlega erfiðleika að stríða eða eru fötluð. ath aðeins aldurinn 16-18 ára kemur til greina og vara verkefnin á bilinu 1 til 2 mánuði.
- Approval date: Verkefni byrja alltaf nokkrum mánuðum á eftir þessum approval date, svo það borgar sig að velja t.d. 1. febrúar fyrir verkefni sem eiga að hefjast 1. maí til 30. september sama ár.
Aldurskipting
18 – 30 ára
- Short term: verkefni sem eru allt frá 2 vikum upp í 2 mánuði
- Long term: verkefni sem eru allt frá 2 mánuðum í 12 mánuði
16 – 18 ára
- 16-18 ára hafa tækifæri á að fara í styttri verkefni. Það á bara við ungmenni með “færri tækifæri”, nánar skilgreind: ungmenni sem eiga við fjárhagslega og félagslega erfiðleika að stríða, eru með andleg veikindi eða einhverskonar fötlun. Verkefnin vara frá 1 – 2 mánuðum og eru merkt með þema “inclusion” (sem þýðist “ungt fólk með færri tækifæri”).
Allir sjálfboðaliðar fá greiddann ferðakostnað, fæði og uppihald og fá auk þess vasapening sem er misjafn eftir löndum. Í lengri verkefnum er boðið uppá tungumálakennslu og mótttökunámskeið.
Grunn hugmyndin er sú að sjálfboðaliðinn beri engan kostnað.
Allar nánari upplýsingar veitir Páll L Sigurðsson, rekstrarstjóri Hraunbúa og hefur hann alla umsjón með sjálfboðaþjónustu Hraunbúa.
S: 565 0900 eða 896 0068