Skip to main content

Hraunbúasjóðurinn

Hjónin Ásthildur Ólafsdóttir og Hörður Zóphaní­asson stofnuðu Hraunbúasjóðinn, þegar Hörður var 75 ára, í­ minningu Rúnars Brynjólfssonar og í­ ljósi góðra minninga úr skátastarfi hjá Hraunbúum. Framlag stofnenda í­ sjóðinn var fjórar milljónir króna. Hörður frábað sér afmælisgjafir, en hvatti fólk sem vildi gleðja hann á afmælisdaginn, og um leið styrkja skátastarf í­ Hafnarfirði, til þess að styrkja þennan nýstofnaða sjóð með fjárframlögum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa frjáls framlög í­ Hraunbúasjóðinn numið tæpri einni milljón króna.

Hraunbúasjóðurinn er sjálfseignarsjóður, ekki eign Hraunbúa, með eigin stjórn.

Í samræmi við reglur sjóðsins er stjórn hans þannig skipuð tímabilið 2016 – 20xx:

  • Formaður: Ólafur Harðarson, tilnefndur af afkomendum HZ + ÁÓ
  • Varaform.: Dóra Pétursdóttir, tilnefnd af afkomendum RB + DP
  • Ritari: Bjarni Freyr Þórðarson, tilnefndur af Skátafélaginu Hraunbúum
  • Gjaldkeri: Þorsteinn Sigurðsson, tilnefndur af BÍS
  • Meðstjórnandi: Hreiðar Sigurjónsson, tilnefndur af St. Georgsgildinu Hafnarfirði

Umsóknartímabil á hverju ári er tvískipt:

Haustúthlutun – Umsóknarfrestur er 1. október

Vorúthlutun – Umsóknarfrestur er 1. febrúar

Fundir Hraunbúasjóðsins eru haldnir að meðaltali tveim vikum eftir að umsóknarfresti lýkur og er þá farið yfir þær umsóknir sem borist hafa. Öllum umsóknum skal skilað til ritara Hraunbúasjóðsins.

Í skipulagsskrá Hraunbúasjóðsins segir svo í­ 10. grein:

“Skátafélagið Hraunbúar, svo og sveitir, flokkar eða einstaklingar innan Skátafélagsins Hraunbúa geta sótt um styrk til afmarkaðra verkefna, t.d. námskeiða eða ferðalaga, tækja og húsbúnaðarkaupa eða hvers annars sem til þess er fallið að glæða áhuga á skátastarfinu í­ Hafnarfirði, efla það og bæta, eða auka á fjölbreyttni skátastarfsins”

Reiknignsnúmer sjóðsins er 0140-15-375606 og kennitala sjóðsins er 560606-0790

Stjórn Hraunbúasjóðsins 2011 – 2016:

  • Formaður: Ólafur Harðarson, tilnefndur af afkomendum HZ + ÁÓ
  • Varaform.: Dóra Pétursdóttir, tilnefnd af afkomendum RB + DP
  • Ritari: Guðvarður B. F. Ólafsson, tilnefndur af Skátafélaginu Hraunbúum
  • Gjaldkeri: Þorsteinn Sigurðsson, tilnefndur af BÍS
  • Meðstjórnandi: Hreiðar Sigurjónsson, tilnefndur af St. Georgsgildinu Hafnarfirði

 

Stjórn Hraunbúasjóðsins 2005 – 2011

  • Formaður: Hörður Zóphaní­asson, tilnefndur af afkomendum HZ + ÁÓ
  • Varaform.: Dóra Pétursdóttir, tilnefnd af afkomendum RB + DP
  • Ritari: Guðvarður B. F. Ólafsson, tilnefndur af Skátafélaginu Hraunbúum
  • Gjaldkeri: Þorsteinn Sigurðsson, tilnefndur af BÍS
  • Meðstjórnandi: Hreiðar Sigurjónsson, tilnefndur af St. Georgsgildinu Hafnarfirði

Minningarkort

Hraunbúasjóðurinn hefur nú hafið sölu á minningarkortum.

Hörður Zóphaníasson stofnaði sjóðinn á 75 ára afmæli sínu, 25. apríl 2006, í minningu Rúnars Brynjólfssonar.

Sjóðurinn er til styrktar skátastarfi í Hafnarfirði.

Minningarkortin má nálgast í Skátaheimilinu Hraunbyrgi á skrifstofu- og fundartíma eða í síma 565 0900.  Einnig er hægt að senda póst á minningarkort@hraunbuar.is.  Þá eru kortin einnig til sölu í Blómabúðinni Burkna.

Hraunbúar sjá síðan um að senda kortið til mótttakanda með pósti næsta virka dag. Sendandi greiðir síðan tilgreinda upphæð (lágmark kr. 1.000.-) í Hraunbúasjóðinn.

Vinsamlegast athugið að pöntun þarf að berast 48 klst. fyrir sendingardag og að móttaka fer ekki fram um helgar.

Reikningsnúmer sjóðsins er 0140-15-375606 og kennitala sjóðsins er 560606-0790