Skátabúningurinn
Almennur skátabúningur íslenskra skáta er ljósblá skátaskyrta með tveimur brjóstvösum og axlaspælum, eða dökkblá peysa með áprentuðu merki Bandalags íslenskra skáta.
Drekaskátar ( 7 – 9 ára)
Drekaskátar ganga með gulan klút. Aftan á klútinn eru sett merki drekaskáta. Drekaskátar fá að jafnaði eitt merki við upphaf hvers starfsárs og ganga einungis með eitt merki á klútnum sínum. Við upphaf starfs í fálkaskátasveit fær skátinn merki með bronsrönd, þá silfurrönd og að lokum gullrönd.
Fálkaskátar (10 – 12 ára)
Fálkaskátar ganga með rauðan klút. Aftan á klútinn er sett merki fálkaskáta. Fálkaskátar fá að jafnaði eitt merki við upphaf hvers starfsárs og ganga einungis með eitt merki á klútnum sínum. Við upphaf starfs í fálkaskátasveit fær skátinn merki með bronsrönd, þá silfurrönd og að lokum gullrönd.
Dróttskátar (13 – 15 ára)
Dróttskátar ganga með grænan klút. Aftan á klútinn er sett merki dróttskáta. Dróttskátar fá að jafnaði eitt merki við upphaf hvers starfsárs og ganga einungis með eitt merki á klútnum sínum. Við upphaf starfs í dróttskátasveit fær skátinn merki með bronsrönd, þá silfurrönd og að lokum gullrönd.
Rekkaskátar (16 – 18 ára)
Rekkaskátar ganga með bláan klút. Aftan á klútinn er sett merki rekkaskáta. Rekkaskátar fá að jafnaði eitt merki við upphaf hvers starfsárs og ganga einungis með eitt merki á klútnum sínum. Við upphaf starfs í rekkaskátasveit fær skátinn merki með bronsrönd, þá silfurrönd og að lokum gullrönd.
Róverskátar (19 – 22 ára)
Róverskátar ganga með dökk gráan klút. Aftan á klútinn er sett merki róverskáta. Róverskátar fá merki við upphaf starfs í róverskátasveit. Gilwell skátum sem starf í róverskátasveit mega bera Gilwell einkenni.
Aðrir skátar
Skátar sem ekki taka þátt í almennri skátadagskrá bera fjólubláan klút með merki BÍS ofið í klútinn að aftan. Gilwell skátar mega bera Gilwell einkenni.
Hátíðarklútur
Stjórn BÍS vinnur að tillögum um reglur um sérstakan hátíðar og fararklút íslenskra skáta.
Annar einkennisklæðnaður
Skátafélögum er heimilt að útbúa boli, peysur, jakka, úlpur og fleira til nota í starfi félagsins.