Sérstaða skátastarfs
Skátalög, skátaheit og kjörorð skáta er það sem skilur skátastarfið frá öðru tómstundarstarfi. Skátinn vinnur heit um það hvernig hann hyggst lifa lífinu. Það er mikil ákvörðun og ævilangt verkefni að leitast við að uppfylla skátaheitið, lifa í anda skátalaganna, vera ávallt viðbúinn og verða þannig að betri manni. Skátahreyfingin hefur sett sér það að markmiði að leiða börn og ungt fólk til þroska svo að þau verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Þetta gerir skátahreyfingin með útilífi, alþjóðlegu skátastarfi, með margvíslegum viðfangsefnum og hópstarfi.
Fjölmargir fullorðnir skátar víða um land leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu svo að bæta megi hag barna og bjóða þeim spennandi valkost í æskulýðsstarfi. Hefur þú hugleitt hvort að það geti verið barni þínu til góðs að ganga til liðs við skátahreyfinguna?