Félagssöngurinn
Hraunbúasöngurinn
Við Hraunbúar fylkjum oss fánann við,
og fegurst eflum vor heit.
Að hjálpa, gleðja og leggja lið
svo lengi’ og hver og einn veit.
Gleymum aldrei göfugu stafi að sinna,
glæðum ávallt eining og bræðralags frið.
Þó vegurinn liggi um hamra og hraun,
þó heitt sé í veðri eða kalt.
Þá sækjum við áfram í sérhverri raun,
og sigrum að lokum það allt.
Þreytumst aldrei, syngjum og samhuga stöndum,
Syngjum glaðir, því gleðin er skátanna laun.
Eiríkur Jóhannesson