Skip to main content

Sveitirnar

Fjölskylduskátar

Drekaskátar
8-9 ára

Glaðværð, ákefð, forvitni.
Ung en stórhuga fá drekaskátar tækifæri til að spreyta sig og uppgötva hvers þau eru í raun megnug.

Fálkaskátar
10-12 ára

Kjarkur, hugmyndaflug og samvinna
Aukin tækifæri til ferðalaga og möguleikar í dagskrá víkka sjóndeildarhring fálkaskáta sem öðlast víðtæka kunnáttu fyrir framtíðina.

Dróttskátar
13-15 ára

Sjálfstæði, færni og valdefling
Viðburðir opnast innan landsteina og utan á sama tíma og umhverfisvernd og samfélagsleg meðvitund fléttast við starfið í auknum mæli. Dróttskátar fá aukið frelsi til að ferðast sjálf á viðburði og kynnast öðrum ungmennum allstaðar af landinu.

Rekkaskátar
16-18 ára

Frelsi, seigla og útsjónarsemi
Flestir vegir verða færir, áhuginn ákveðnari og margir rekkaskátar hefja vegferð sína að forsetamerkinu. Stjórn á eigin starfi verður algjör en rekkaskátar byrja líka að hafa rödd í ýmsu málefnum skátahreyfingarinnar.

Róverskátar
18-25 ára