Skráðu þig í skátana

Skráning í skátafélagið Hraunbúa er tvískipt

Bæði þarf að skrá í félagatalið okkar og að sækja um niðurgreiðslu frá Hafnarfjarðarbæ.

Fyrst er skátinn skráður í Félagatal Skáta með því að smella hér.

Hægt er að greiða í lok þessa skráningarferils með kreditkorti, en betra er að gera það í greiðslukerfinu sem lýst verður hér á eftir.
Einnig er hægt að greiða í skátaheimilinu Hraunbyrgi á opnunartímum, eða millifæra á okkur og setja nafn skáta í skýringu.
Reikningsupplýsingar Hraunbúa:
Banki: 327-26-7029
Kt. 640169-7029

Leiðbeiningar til að nota NORA – greiðslukerfi Hafnarfjarðarbæjar er einnig hægt að sjá myndrænt hér.

Næst er farið á Nora, nýtt greiðslukerfi á vegum Hafnarfjarðarbæjar.
Með þessu nýja greiðslukerfi verða greiðsla félagsgjalda og niðurgreiðsla Hafnarfjarðarbæjar auðveldar í framkvæmd.  Við munum nota þetta kerfi sem greiðslukerfi og félagatalið verður áfram skatar.is til að halda utan um okkar félagsskrá.  Auðveldast er að fara inná kerfið í gegnum „Mínar síður“ á vef Hafnarfjarðarbæjar  (http://www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/).

Þegar inní kerfið er komið þarftu að skrá upplýsingar um þig sem forráðamann.  Síðan tekur við að skrá börnin inn. Valið er “Nýr iðkandi“ og birtast svo börn viðkomandi og þarf að skrá við þau neftöng og símanúmer og eru þau síðan valin inn í kerfið.

Til að sjá námskeið sem í boði eru fyrir hvern iðkanda þarf að smella á “Námskeið/Flokkar í boði“ og birtast þá öll námskeið/flokkar hjá Hraunbúum sem í boði eru fyrir þann aldurshóp.

Nú er valið námskeið/flokk sem viðkomandi iðkandi ætlar að stunda þennan veturinn „Skráning á námskeið“.

Systkinaafsláttur kemur, þegar greitt er fyrir seinna systkinið.

Ef þú ert búin(n) að greiða félagsgjaldið og ert bara að sækja um tómstundastyrkinn.  Þá hakkar þú við tómstundarstyrkinn og  velur „millifærsla“ í Greiðslufyrirkomulag og klárar þetta þannig.

Að lokum er greiðsla/niðurgreiðslan kláruð með því að samþykkja skilmála og staðfesta.